Erlent

Hyggjast lóga 2.000 hömstrum vegna Covid-smits

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ekki er vitað til þess að hamstrar hafi smitað menn af Covid-19.
Ekki er vitað til þess að hamstrar hafi smitað menn af Covid-19.

Yfirvöld í Hong Kong hyggjast aflífa um það bil 2.000 hamstra eftir að SARS-CoV-2 fannst á ellefu dýrum í gæludýraverslun í borginni. Sýnin voru tekin af 178 dýrum verslunarinnar eftir að starfsmaður greindist með Covid-19.

Umrætt smit var það fyrsta á þremur mánuðum sem yfirvöldum tókst ekki að rekja. Um var að ræða delta-afbrigði kórónuveirunnar.

Tveir starfsmenn verslunarinnar Little Boss greindust með Covid-19 en annar þeirra meðhöndlaði hamstrana og þreif búrin þeirra.  Í kjölfarið settu yfirvöld á sölu- og innflutningsbanna á nagdýrum og skipuðu íbúum að láta af hendi alla hamstra sem keyptir voru eftir 22. desember. Áætlaður fjöldi þeirra er talinn vera um 2.000.

Sophia Chan, heilbrigðisráðherra Hong Kong, viðurkenndi að engin gögn lægju fyrir sem sýndu fram á að menn gætu smitast af gæludýrum en um varúðarráðstafanir væri að ræða. Hvatti hún íbúa til að fara varlega og forðast það að kyssa dýrin eða láta þau laus.

Yfirvöld hafa heitið því að hömstrunum verði lógað á mannúðlegan hátt.

Guardian fjallar ítarlega um málið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.