Erfið staða innan skólakerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 12:31 Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða stórt og áríðandi verkefni. Vísir/Vilhelm Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi. Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08