Erfið staða innan skólakerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 12:31 Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða stórt og áríðandi verkefni. Vísir/Vilhelm Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi. Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08