Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. janúar 2022 13:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé jafnréttismál að halda skólum opnum. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti í dag hertari samkomutakmarkanir vegna faraldursins. Tíu mega koma saman í stað tuttugu, auk ýmissa annara hertari takmarkana. Engin breyting verður þó gerð á gildandi reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttarinnar. Þar er áfram miðað við að ekki skuli vera fleiri en tuttugu fullorðnir einstaklingar í hverju rými, svo dæmi séu tekin. Algengara að konurnar séu heima með börnin verði skólum lokað Skólastarf er víða skert vegna faraldursins og eru rúmlega 2.500 börn undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar. Forsætisráðherra segir að það sé einfaldlega prinsipp-mál að halda skólum opnum eins og hægt sé. „Við tókum þá ákvörðun, þá prinsipp-ákvörðun, í upphafi þessa faraldurs að við ætluðum að reyna að viðhalda skólastarfi eins og unnt væri til þess að tryggja það að börnin í landinu njóti menntunar og tryggja ákveðna rútínu fyrir börn. Sú aðgerð var líka mjög mikilvæg jafnréttisaðgerð. Það skiptir máli ef skólum er lokað, þá vitum við auðvitað að það er mun algengara að konurnar séu heima með börnin. Við höfum bara staðið með þessu prinsippi,“ sagði Katrín fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag eftir að hertar aðgerðir voru kynntar. Langtímahagsmunir væri undir að halda skólum opnum. „Það þýðir auðvitað, eins og við vitum, að það koma upp smit í skólum og einstaka sinnum þarf að loka skólum. Eigi að síður erum við að sjá meira skólahald hér sem ég held að skipti gríðarlegu máli til lengri tíma ef við hugsum til langtímahagsmuna,“ sagði Katrín. Þá sagði Willum Þór Þórsson að umrædd skólareglugerð hafi orðið til í samráði við skólayfirvöld, samráði sem færi fram á hverjum degi. „Sú skólareglagerð varð til í þéttu samtali, daglegu samtali, skólayfirvalda og skólamálaráðherra með þátttöku heilbrigðisráðuneytis. Þannig að sú skólareglugerð var til í gegnum samtal og það verður áfram, þetta daglega samtal,“ sagði Willum Þór. Minnisblað sóttvarnalæknis má sjá að neðan. Tengd skjöl Minnisblad13012022PDF339KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jafnréttismál Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent