Fjórðungur nemenda fjarverandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2022 22:00 Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla hefur líkt og fleiri skólastjórnendur staðið í ströngu í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Einar Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. Skólastarf hefur víða raskast fyrstu tvær vikur ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi nemenda hefur lent í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar og það sama á við um starfsfólk skólanna. Til að mynda var fjórðungur nema í Árbæjarskóla heima í dag. Þar stóðu skólastjórnendur í ströngu síðdegis þegar einn nemandi skólans greindist með kórónuveiruna. Skólastjórnendur sjá um að rekja smit sem upp koma hjá nemendum skólanna og finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví. Frá því í haust hafa skólastjórnendur Árbæjarskóla tuttugu og sex sinnum þurft að rekja smit. „Við finnum alveg að róðurinn er að þyngjast núna og það er talsvert um smitrakningar,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla. Fimm sinnum þurft að rekja smit á einni viku Á aðeins um viku hefur fimm sinnum þurft að rekja smit hjá nemanda skólans. „Þetta er svolítið tímafrekt vegna þess að við þurfum náttúrulega leggjast yfir það hvar börnin hafa verið þennan daginn og hjá hverjum þau hafa verið að sitja og með hverjum þau hafa verið að leika ef þau hafa verið í einhverjum leik, leiklist eða íþróttum eða hvar svo sem þau hafa verið í húsinu. Þannig að við þurfum að tala oft við mjög marga kennara.“ Þá fá skólastjórnendur oft tilkynningar um að nemendur séu smitaðir síðdegis, á kvöldin eða um helgar. „Þetta er yfirleitt alltaf fyrir utan skólatíma. Við vorum til dæmis að rekja síðasta laugardag og sunnudag og í gær og fyrrakvöld og erum að rekja aftur í dag. Þannig að þetta tekur tíma og ég finn alveg núna að þetta er farið að taka í og ég er orðin svolítið leið yfir þessu hvað þetta tekur mikinn tíma vegna þess að mér finnst þetta bitna orðið á faglega starfinu og svona okkur sem faglegum forystumönnum í skólunum.“ Nýjar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag gera ráð fyrir óbreyttu skólastarfi. Guðlaug segir að hún vilji gjarna að skipulögðu starfi barna sé haldið úti. „Þetta leggst bara ágætlega í mig þannig skilurðu. Við viljum náttúrulega hafa sem mesta reglu fyrir börnin og það sem hefur verið er að hérna börnin hafa ekki verið svo mikið að smita kennarana en það hefur komið fyrir hjá okkur að kennarar hafa smitað börn en hérna þetta hefur gengið ágætlega í raun og veru hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Skólastarf hefur víða raskast fyrstu tvær vikur ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi nemenda hefur lent í sóttkví eða einangrun vegna veirunnar og það sama á við um starfsfólk skólanna. Til að mynda var fjórðungur nema í Árbæjarskóla heima í dag. Þar stóðu skólastjórnendur í ströngu síðdegis þegar einn nemandi skólans greindist með kórónuveiruna. Skólastjórnendur sjá um að rekja smit sem upp koma hjá nemendum skólanna og finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví. Frá því í haust hafa skólastjórnendur Árbæjarskóla tuttugu og sex sinnum þurft að rekja smit. „Við finnum alveg að róðurinn er að þyngjast núna og það er talsvert um smitrakningar,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri í Árbæjarskóla. Fimm sinnum þurft að rekja smit á einni viku Á aðeins um viku hefur fimm sinnum þurft að rekja smit hjá nemanda skólans. „Þetta er svolítið tímafrekt vegna þess að við þurfum náttúrulega leggjast yfir það hvar börnin hafa verið þennan daginn og hjá hverjum þau hafa verið að sitja og með hverjum þau hafa verið að leika ef þau hafa verið í einhverjum leik, leiklist eða íþróttum eða hvar svo sem þau hafa verið í húsinu. Þannig að við þurfum að tala oft við mjög marga kennara.“ Þá fá skólastjórnendur oft tilkynningar um að nemendur séu smitaðir síðdegis, á kvöldin eða um helgar. „Þetta er yfirleitt alltaf fyrir utan skólatíma. Við vorum til dæmis að rekja síðasta laugardag og sunnudag og í gær og fyrrakvöld og erum að rekja aftur í dag. Þannig að þetta tekur tíma og ég finn alveg núna að þetta er farið að taka í og ég er orðin svolítið leið yfir þessu hvað þetta tekur mikinn tíma vegna þess að mér finnst þetta bitna orðið á faglega starfinu og svona okkur sem faglegum forystumönnum í skólunum.“ Nýjar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag gera ráð fyrir óbreyttu skólastarfi. Guðlaug segir að hún vilji gjarna að skipulögðu starfi barna sé haldið úti. „Þetta leggst bara ágætlega í mig þannig skilurðu. Við viljum náttúrulega hafa sem mesta reglu fyrir börnin og það sem hefur verið er að hérna börnin hafa ekki verið svo mikið að smita kennarana en það hefur komið fyrir hjá okkur að kennarar hafa smitað börn en hérna þetta hefur gengið ágætlega í raun og veru hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03 Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Tíu mega koma saman Sóttvarnaraðgerðir verða hertar og taka þær gildi á miðnætti. Heilbrigðisráðherra segir að sóttvarnalæknir hafi lagt fram þrjár leiðir: Óbreyttar aðgerðir, færa samkomutakmarkanir úr tuttugu manns í tíu, eða lokun á samfélaginu í tíu daga. Ríkisstjórnin hafi valið leið tvö. 14. janúar 2022 12:03
Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður. 13. janúar 2022 14:05