Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 08:36 Hér á myndinni má sjá öskuskýið sem stígur upp frá eldfjallinu. Rauði bletturinn á myndinni er Ástralía. AP/NICT Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna. Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna.
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54