Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 08:36 Hér á myndinni má sjá öskuskýið sem stígur upp frá eldfjallinu. Rauði bletturinn á myndinni er Ástralía. AP/NICT Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna. Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Eldgosið hófst á laugardag með svo miklum krafti að það orsakaði flóðbylgju á eyjunum og fannst höggbylgja vegna eldgossins allt til Ástralíu og Bandaríkjanna. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu, sem lagst hefur yfir eyjur Tonga, en yfirvöld þar hafa nú áhyggjur af því að askan muni menga drykkjarvatn eyjanna, sem eru mjög einangraðar úti í miðju Kyrrahafi. Ástralir og Nýsjálendingar sendu fyrst í morgun flugvélar til að leggja mat á tjónið á eyjunum. Vegna öskuskýssins þótti ekki óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú. Samkvæmt áströlskum fréttum er eyðileggingin talsverð en svo virðist sem alþjóðaflugvöllurinn á Tonga sé í það minnsta í fínu standi. Zed Seselja, Kyrrahafsmálaráðherra Ástralíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að eyðileggingin væri ekki bundin við eyjarnar sjálfar heldur hafi einnig orðið einhverjar skemmdir á mannvirkjum í Ástralíu, þar sem öldur höfðu gengið á land á laugardag og sunnudag vegna höggbylgjunnar sem fylgdi upphafi eldgossins. Þá greindi hann frá því að einnar breskrar konu sé saknað af Tonga en svo virðist vera sem ekkert mannfall hafi orðið utan þess. Eftirlitsflugvélarnar munu fljúga yfir ytri eyjarnar, sem eru bæði rafmagns-, net- og símasambandslausar og engin leið er til að hafa samskipti við íbúa eyjanna. Á hinum stærstu eyjum er þó enn eitthvert símasamband. Flugvél á vegum ástralska flughersins lagði af stað í morgun til Tonga til að meta ástandið á eyjunum.AP/LACW Emma Schwenke Yfirvöld á Tonga hafa þá óskað eftir því við erlendi ríki að sýna biðlund vegna kórónuveirufaraldursins en þessa stundina er eyríkið alveg laust við Covid-19 smit. Stjórnvöld á eyjunum þurfi að leggja mat á hvar þurfi mesta hjálp og hvaða vistir mest þörf sé á. „Við viljum ekki fá yfir okkur aðra bylgju - flóðbylgju af Covid-19,“ sagði Curtis Tu'ihalangingie, yfirmaður samskipta Tonga við Ástralíu, í samtali við Reuters. Þá sagði hann yfirvöld og diplómata Tonga hafa áhyggjur af söfnunum sem settar hefðu verið af stað af einkaaðilum fyrir Tonga og óskaði eftir því að fólk biði þess að opinber söfnun færi af stað. Þá þurfi hver sá búnaður, matvæli og annað sem sendur væri til eyjanna að fara í sóttkví og ólíklegt sé að erlendir aðilar fái að fara frá borði flugvéla sem kæmu til eyjanna.
Tonga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45 Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23 Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum. 17. janúar 2022 06:45
Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. 16. janúar 2022 19:23
Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum. 16. janúar 2022 16:54