Gjöldin munu standa í stað næstu tvö árin en hækka nokkuð næstu næstu þrjú ár á eftir, til ársins 2027 þegar þau verða svo lögð niður endanlega. Þau eru 159 pund á ári í dag eða um 28 þúsund íslenskar krónur miðað við gengið í dag.
Dorries sagði í dag að þetta væri síðasta tilkynning ríkisstjórnarinnar um framtíð afnotagjaldanna. Margir hafa nú áhyggjur af framtíð BBC, fjárhagslegri framtíð miðilsins og ritstjórnarsjálfstæði undir íhaldsstjórn.
„Núna er komið að því að ræða og takast á um nýjar leiðir til fjármögnunar, stuðnings og sölu á frábæru bresku efni,“ sagði Dorries.
Samkvæmt frétt The Guardian er von á enn meiri niðurskurði í starfsemi BBC á næstunni og mun hún líklega vera gerð á sviði ljósvakans, í sjónvarps- og útvarpsgerð miðilsins.