Erlent

Myrti eigin­konuna til að hefja nýtt líf með við­haldinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið.
Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú málið. Getty Images

Tannlæknir í Bandaríkjunum er sakaður um að hafa myrt eiginkonu sína í því skyni að komast yfir tæpar fimm milljónir dollara, eða rúmar sex hundruð milljónir króna, í tryggingarfé.

Lawrence Rudolph, 67 ára gamall tannlæknir, var í fríi með eiginkonu sinni í Namibíu árið 2016. Hjónin voru við sportveiðar (e. trophy hunting) á sléttum þjóðgarðarins Kafue National Park þegar Bianca varð fyrir skoti.

Vinur hjónanna lét fulltrúa bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) vita og taldi að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað. Hann grunaði Lawrence um græsku, meðal annars vegna þess að hann vissi að Lawrence hafði reglulega haldið fram hjá eiginkonu sinni með framkvæmdastjóra tannlæknastofu Lawrence.

Lawrence hafði í frí farið til Cabo í Mexíkó á hverju ári fyrir andlátið og alltaf án eiginkonunnar. Hjákonan var alltaf með, segir í frétt NBC.

Vinur þeirra hjóna sagði við einnig við FBI að Lawrence vildi ekki skilja vegna þess að eiginkonan gæti fengið töluvert af peningum í sinn hlut við skilnaðinn. Það hafi Lawrence ekki viljað, en hann gerði meðal annars breytingar á líftryggingu eiginkonu sinnar áður en þau fóru til Afríku.

Þá sagði vinurinn að Bianca hefði ekki viljað skilnað af trúarlegum ástæðum, en hún var kaþólsk. Málið er nú til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.