Fótbolti

Á­fram laus gegn tryggingu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er sagður harðneita ásökunum um kynferðisbrot gegn barni.
Gylfi Þór Sigurðsson er sagður harðneita ásökunum um kynferðisbrot gegn barni. EPA-EFE/PETER POWELL

Gylfi Þór Sigurðs­son, leik­maður enska knatt­spyrnu­liðsins E­ver­ton, verður á­fram laus gegn tryggingu fram til mið­viku­dagsins í næstu viku, 19. janúar.

Þetta stað­festir lög­reglan í Manchester við breska miðilinn The Sun en þetta er í þriðja skiptið sem Gylfi fær fram­lengingu sem þessa síðan hann var hand­tekinn í júlí síðast­liðnum. Lög­reglan á­kvað þetta í gær.

Gylfi hefur ekkert spilað með E­ver­ton á þessari leik­tíð vegna málsins en hann var hand­tekinn vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn ó­lög­ráða stúlku.

Gylfi er sagður harðneita ásökunum sem á hann eru bornar en hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan hann var handtekinn.

The Sun nafn­greinir Gylfa ekki í grein sinni því breskir fjöl­miðlar segjast ekki geta nafn­greint grunaða menn af laga­legum á­stæðum.


Tengdar fréttir

Gylfi Þór áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar

Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verður áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar 2022. Gylfi er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester á Bretlandi grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.