„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. janúar 2022 19:05 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hvetur landsmenn til að draga sig í hlé. Vísir/Vilhelm Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06
Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50