„Kominn tími á að draga sig í janúarskelina“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. janúar 2022 19:05 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hvetur landsmenn til að draga sig í hlé. Vísir/Vilhelm Tími er kominn til að fólk dragi sig til hlés og eigi í sem minnstum samskiptum við aðra að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum. Hann segir landsmenn þurfa að hegða sér eins og ströngustu sóttvarnareglur séu í gildi. Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins var lýst yfir í dag en þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi er lýst yfir hér á landi vegna faraldursins. Þórólfur Guðnason var ómyrkur í máli í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann varar við áframhaldandi greiningu um þúsund smitaðra dag hvern næstu vikurnar. Þá hefur Þórólfur varað við því að takist ekki að hemja útbreiðslu veirunnar muni algert neyðarástand ríkja í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendri starfsemi. Víðir segir að að einhverju leyti hafi landsmenn ekki farið nógu varlega undanfarnar vikur. „Að einhverju leiti höfum við ekki gert það og við þurfum núna að hegða okkur eins og það gildi ströngustu reglur sem við höfum nokkurn tíma séð. Það var ákveðið að framlengja gildandi reglur í morgun en við þurfum einhvern vegin að keyra þetta hratt niður svo það myndist ekki þetta yfirálag á heilbrigðiskerfinu og nú þegar er komið neyðarstig almannavarna er allt kerfið að vinna saman eins og vél,“ sagði Víðir í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað þýðir þetta neyðarstig? „Neyðarstig er efsta stig almannavarna og það felur í sér í þessu tilviki virkjun á viðbragðsáætlun sem við erum að vinna með við heimsfaraldur. Þegar það er sett á efsta stig þýðir það að allar stofnanir og fyrirtæki, sem hafa hlutverki að gegna, fara með allan sinn viðbúnað á efsta stig,“ segir Víðir. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan 28. desember síðastiðinn en nú munu fleiri stofnanir og fyrirtæki þurfa að grípa til harðari aðgerða. „Nú er bara tími á að draga sig inn í janúarskelina, láta lítið fyrir sér fara, umgangast sem fæsta, vinna heima ef það er hægt og bara vera í eins litlum samskiptum og mögulegt er næstu vikurnar,“ segir Víðir. Hann segir þó langt í frá að öll von sé úti. „Keyrum þessa bylgju hratt niður og eins og Þórólfur sóttvarnalæknir sagði í dag stefnum við á að koma þessu niður í svona 500 smit og þá getum við farið að horfa bjartara til. Svo má ekki gleyma því að að er ljós við enda ganganna. Við erum að sjá ýmislegt i kring um þetta ómíkron afbrigði sem vekur vonir um það að það sé bjart ljós við enda ganganna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56 Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06 Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu, miðvikudaginn 12. janúar. 11. janúar 2022 18:56
Segir stefna í algjört neyðarástand með óbreyttri þróun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að með óbreyttri þróun kórónuveirufaraldursins stefni í algjört neyðarástand í heilbrigðiskerfi landsins og í margvíslegri innlendir starfsemi. Bæði vegna Covid-19 sjúkdómsins sjálfs og afleiddum áhrifum hans. 11. janúar 2022 16:06
Neyðarástandi lýst yfir vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samráði við sóttvarnalækni hefur lýst yfir neyðarstigi Almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er fjórða skiptið sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir hér á landi vegna stöðu faraldursins frá því að hann hófst. 11. janúar 2022 16:50