Innlent

Á­rekstur flutninga­bíls og fólks­bíls í Mos­fells­bæ

Árni Sæberg skrifar
Flutningabíllinn endaði utan vegar.
Flutningabíllinn endaði utan vegar. Aðsend

Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru bílstjórar beggja bílanna komnir út úr þeim. Bílstjóri flutningabílsins hefur verið fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka.

Bílstjóri fólksbílsins er hins vegar með öllu ómeiddur. Starfsmaður slökkviliðsins er sammála mati blaðamanns um að það sé nokkuð áhugavert og mesta mildi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.