Enski boltinn

Mendy látinn laus gegn tryggingu en þarf að skila vegabréfinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benjamin Mendy hefur verið hjá Manchester City síðan 2017.
Benjamin Mendy hefur verið hjá Manchester City síðan 2017. getty/Matt McNulty

Benjamin Mendy, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið látinn laus gegn tryggingu.

Mendy á yfir höfði sér sjö ákærur fyrir nauðganir og eina fyrir kynferðisofbeldi. Hann er sakaður um að hafa brotið á fimm konum á tímabilinu október 2020 til ágúst 2021.

Frakkinn var handtekinn í ágúst á síðasta ári og sat fyrst um sinn inni í Altcourse fangelsinu í Liverpool. Á Þorláksmessu var Mendy færður í hið alræmda Strangeways fangelsi í Manchester vegna ótta um öryggi hans.

Mendy mætti fyrir rétt í dag og var látinn laus gegn tryggingu. Hann þarf því ekki lengur að sitja inni. Hann þarf hins vegar að skila vegabréfi sínu, dvelja á lögheimili sínu og má ekki hafa samband við konurnar sem hann á að hafa brotið á.

Áætlað er að réttarhöldin yfir Mendy verði annað hvort 27. júní eða 1. ágúst. Hann þarf næst að mæta fyrir rétt 24. janúar. Ef hann skrópar verður gefin út handtökuskipun á hendur honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×