Innlent

Bólusetningar barna ræddar í Pallborðinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, og Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, ræddu við Lillý Valgerði Pétursdóttir fréttamann í Pallborðinu.
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, og Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, ræddu við Lillý Valgerði Pétursdóttir fréttamann í Pallborðinu. Vísir/Vilhelm

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19 er hafin hér á landi og má reikna með að stór hluti barna á þessum aldri fá sprautu í næstu viku. Bólusetningarnar eru á vörum margra þessa dagana og foreldrar margir hverjir á báðum áttum með hvaða skref skuli stíga.

Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, og Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins, mættu í Pallborðið á Vísi í dag til að ræða þessi mál og svara spurningum lesenda.

Lillý Valgerður Pétursdóttir stýrir umræðum sem voru í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi, hér á Vísi og á Facebook-síðu Vísis. Við útsendinguna á Facebook spurðu lesendur hundruða spurninga og höfðu þannig áhrif á framvindu í þættinum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.