Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2022 22:21 Lögmenn Andrésar prins vinnna hörðum höndum að því að fá máli Virginiu Giuffre á hendur honum vísað frá. EPA-EFE/WILL OLIVER Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Lögmenn Giuffre og Andrésar takast nú á fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum um hvort samkomulag sem Giuffre gerði við Epstein árið 2009 nái einnig til Andrésar. Í grófum dráttum snerist samkomulagið um að Giuffre samþykkti að falla frá máli hennar gegn Epstein, en hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Samkomulagið náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Í staðinn fékk hún fimm hundruð þúsund dollara, um 65 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Lögmenn Andrésar halda því fram að samkomulagið frá 2009 gildi um Andrés, þar sem hann flokkist sem annar mögulegur sakborningur. Krefjast þeir því að málinu verði vísað frá á þeim grundvelli að Giuffre geti ekki lögsótt Andrés vegna samkomulagsins. Lögmenn Giuffre halda því hins vegar fram að samkomulagið taki ekki til Andrésar, þar sem hann hafi ekki verið sá sem hafi hneppt Giuffre í kynlífsþrælkun. Hann sé frekar einstaklingur sem hafi nýtt sér kynlífsþrælkun Giuffre. Segist skilja bæði sjónarmið Lewis Kaplan, dómari í málinu, virtist á báðum áttum hvor túlkunin ætti við þegar tekist var á um málið í dómsal í dag. Í frétt AP vegna dómsmálsins segir þó að dómarinn hafi virst hallast frekar að túlkun lögmanna Giuffre. „Við erum að tala um hvort að það eru tvær eða fleiri raunhæfar túlkanir á þessu samkomulagi,“ sagði Kaplan við lögmann Andrésar. „Ég skil hvert þú ert að fara. Ég skil líka hitt sjónarmiðið.“ Kaplan reiknar með að úrskurða um gildi samkomlagsins í náinni framtíð. Verði kröfu lögfræðinga Andrésar vísað frá og samkomulagið ekki talið ná til Andrésar er reiknað með að aðalmeðferð geti farið fram næsta haust. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Kóngafólk Bretland Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Lögmenn Giuffre og Andrésar takast nú á fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum um hvort samkomulag sem Giuffre gerði við Epstein árið 2009 nái einnig til Andrésar. Í grófum dráttum snerist samkomulagið um að Giuffre samþykkti að falla frá máli hennar gegn Epstein, en hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Samkomulagið náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Í staðinn fékk hún fimm hundruð þúsund dollara, um 65 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Lögmenn Andrésar halda því fram að samkomulagið frá 2009 gildi um Andrés, þar sem hann flokkist sem annar mögulegur sakborningur. Krefjast þeir því að málinu verði vísað frá á þeim grundvelli að Giuffre geti ekki lögsótt Andrés vegna samkomulagsins. Lögmenn Giuffre halda því hins vegar fram að samkomulagið taki ekki til Andrésar, þar sem hann hafi ekki verið sá sem hafi hneppt Giuffre í kynlífsþrælkun. Hann sé frekar einstaklingur sem hafi nýtt sér kynlífsþrælkun Giuffre. Segist skilja bæði sjónarmið Lewis Kaplan, dómari í málinu, virtist á báðum áttum hvor túlkunin ætti við þegar tekist var á um málið í dómsal í dag. Í frétt AP vegna dómsmálsins segir þó að dómarinn hafi virst hallast frekar að túlkun lögmanna Giuffre. „Við erum að tala um hvort að það eru tvær eða fleiri raunhæfar túlkanir á þessu samkomulagi,“ sagði Kaplan við lögmann Andrésar. „Ég skil hvert þú ert að fara. Ég skil líka hitt sjónarmiðið.“ Kaplan reiknar með að úrskurða um gildi samkomlagsins í náinni framtíð. Verði kröfu lögfræðinga Andrésar vísað frá og samkomulagið ekki talið ná til Andrésar er reiknað með að aðalmeðferð geti farið fram næsta haust. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman.
Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Kóngafólk Bretland Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59