Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 12:29 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. AP/Odelyn Joseph Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista. Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista.
Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Sjá meira
Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07
Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51
Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11