Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 14:11 Bandarískir landamæraverðir á hestbaki reyna að fanga farandfólk sem kemur yfir Río Grande-fljót á landamærum Bandaríkjanna og Texas á sunnudag. AP/Felix Marquez Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Hvert áfallið hefur rekið annað á Haítí að undanförnu. Pólitískur óstöðugleiki hefur ríkt frá því að forseti landsins var ráðinn af dögum í júlí. Ástandið batnaði ekki þegar harður jarðskjálfti reið yfir eyjuna og þúsundir fórust í ágúst. Áhrifa jarðskjálftans stóra árið 2010 sem varð tugum þúsunda að bana gætir jafnframt enn. Þúsundir Haíta hafa safnast saman í bráðabirgðabúðum undir brú í landamærabænum Del Río í Texas að undanförnu. Allt að fjórtán þúsund manns dvöldu þar við slæman kost á laugardag, að sögn AP-fréttastofunnar. Ríkisstjórn Joes Biden forseta hóf að vísa fólkinu úr landi og fljúga með það aftur til Haítí í stórum stíl á mánudag. Brottflutningurinn hefur haldið áfram í vikunni. Fólkið fékk ekki tækifæri til þess að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Búðirnar í Del Río eru sagðar hafa verið sjáanlega fámennari í morgun. Daniel Foote, sérstökum sendifulltrúa Bandaríkjastjórnar, var nóg boðið vegna meðferðarinnar á Haítunum og sagði af sér. Í bréfi til Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði Foote ekki geta látið bendla sig við „ómannúðlega og tilgangslausa ákvörðun“ um að reka þúsundir flóttamanna og farandfólks frá Haítí úr landi. Á sama tíma og fólkið væri sent til Haítí væru bandarískir embættismenn þar geymdir í öruggum og afgirtum byggingum af ótta við vopnuð glæpagengi sem ráða lögum og lofum víða á eyjunni. „Stefnunálgun okkar gagnvart Haítí er áfram haldinn alvarlegum göllum og ráðleggingar mínar hafa verið hunsaðar og þeim hafnað, það er að segja þegar þeim er ekki breytt til að draga upp aðra mynd af stöðunni en ég geri,“ sagði Foote í afsagnarbréfinu. „Magnaður hroki“ Bandaríkjastjórnar Þingmenn bæði demóktata og repúblikana hafa gagnrýnt aðgerðir Biden á landamærunum. Ekki bætti úr skák þegar myndir birtust af bandarískum landamæravörðum á hestbaki beita fólk hörku sem reyndi að komast yfir ána Río Grande sem rennur á milli Del Río í Texas og Ciudad Acuña í Mexíkó. Heimavarnaráðuneytið lofaði að rannsaka vinnubrögð landamæra- og tollaeftirlitsins. Ákvörðun stjórnarinnar um að senda fólk aftur til Haítí hefur vakið furðu í ljósi þess að í vor taldi hún ástæðu til að veita Haítum í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísunum í ljósi ástandsins í heimalandinu. Síðan þá hefur forsetinn verið myrtur og annar mannskæður jarðskjálfti dunið á landsmönnum. Glæpagengi ráða nú hverfum og stofnæðum víða. Liðsmenn þeirra fara um drepandi, nauðgandi, rænandi og brennandi heimili fólks. Foote var einnig ómyrkur í máli um ákvörðun stjórnar Biden um að lýsa yfir stuðningi við Ariel Henry sem forsætisráðherra Haítí. Stjórnin hefði ekkert lært af mistökum sem Bandaríkjastjórn hefði gert með pólitískum afskiptum á Haítí í gegnum tíðina. „Hrokinn sem lætur okkur trúa því að við ættum að velja sigurvegarann, aftur, er magnaður,“ skrifaði Loote, að sögn Washington Post.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Joe Biden Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira