Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 10:44 Meðlimir glæpagengja Haítí eru bæði fleiri og betur vopnaðir en lögreglan. AP/Rodrigo Abd Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise. Haítí Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise.
Haítí Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira