Enski boltinn

Segir að Lukaku þurfi að biðjast afsökunar til að eiga framtíð hjá Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðtalið sem Lukaku veitti Sky Sports Italia hefur valdið miklum usla innan herbúða Chelsea og meðal stuðningsmanna félagsins.
Viðtalið sem Lukaku veitti Sky Sports Italia hefur valdið miklum usla innan herbúða Chelsea og meðal stuðningsmanna félagsins. James Williamson - AMA/Getty Images

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segir að Romelu Lukaku þurfi að biðjast afsökunar á viðtali sem hann fór í ætli hann sér að eiga framtíð hjá Chelsea.

Umrætt viðtal við Lukaku birtist í vikunni, en þar sagði framherjinn meðal annars frá því að hann væri óánægður með stöðu mála hjá Chelsea og að hann væri viss um að hann myndi snúa aftur til Ítalíumeistara Inter á næstu árum.

Lukaku var svo ekki í leikmannahóp Chelsea er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Liverpool í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í gær, en Gary Neville segir að framherjinn stóri verði að biðjast afsökunar á ummælum sínum.

„Ef ég væri stuðningsmaður Chelsea, eða þjálfari eða eigandi liðsins, væri ég vonsvikinn ef ég myndi heyra leikmann liðsins segja þessa hluti, sérstaklega eftir að félagið hefur fjárfest svona mikið í honum,“ sagði Neville, en eins og frægt er kostaði Lukaku Lundúnaliðið 97,5 milljónir punda.

„Það sem ég býst við af Romelu Lukaku á næstu dögum er eitt „fyrirgefiði, ég meinti þetta ekki.“

„Hann gæti sagt: „Ég sagði þessi orð, en kannski hefði ég átt að halda þeim fyrir mig. Hins vegar er þetta sannleikurinn. Ég mun þó leggja mig allan fram fyrir liðsfélaga mína og ég biðst afsökunar á þeim vandræðum sem ég hef valdið þeim svona stuttu fyrir stóran leik.“ Það er það sem hann þarf að biðjast afsökunnar á.“

„Það besta sem hann getur gert að biðja liðsfélaga sína afsökunar í búningsklefanum af því að leikmenn fyrirgefa hvorum öðrum yfirleitt. Þeir hafa allir verið í aðstæðum þar sem að þeir hafa gert mistök og þá segja þeir þjálfaranum að þeir séu tilbúnir að hleypa honum aftur í liðið,“ sagði Neville.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.