Enski boltinn

Lukaku tekinn úr leikmannahópi Chelsea gegn Liverpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ósætti á milli þeirra tveggja?
Ósætti á milli þeirra tveggja? EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA

Romelu Lukaku verður ekki í leikmannahópi Chelsea í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

SkySports segir frá því í morgun að Lukaku hafi verið tekinn úr hópnum án þess að gefin hafi verið sérstök útskýring fyrir því. 

Belginn stóri og stæðilegi skoraði eina mark Chelsea í jafntefli gegn Brighton í síðustu umferð og skoraði og lagði upp mark í 1-3 sigri á Aston Villa á öðrum degi jóla.

Ekki er um kórónuveirusmit að ræða hjá Lukaku en hann fékk veiruna um miðjan desember og missti af þremur leikjum Chelsea vegna þessa.

Hins vegar gagnrýndi Lukaku knattspyrnustjóra sinn, Thomas Tuchel, opinberlega á dögunum og má leiða að því líkum að það sé ástæðan fyrir fjarveru Lukaku í leik dagsins, sem er gríðarlega mikilvægur fyrir Chelsea. 


Tengdar fréttir

Tuchel ósáttur við ummæli Lukaku

Thomas Thuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var verulega ósáttur við nýleg ummæli Romelu Lukaku framherja liðsins. Lukaku sagði í viðtali í gær að hann væri ósáttur við stöðu sína innan liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×