Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leikskóla Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. janúar 2022 17:16 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu segir stöðuna vera misjafna eftir skólum og dæmi um að mikil skerðing verði sums staðar á skólastarfi á næstunni. Misjafnt sé hvort eldri börn fái að mæta í grunnskóla en áhersla lögð á að yngri börnin fái sem eðlilegasta kennslu. „Það verða örugglega fram undan næstu vikuna einhverjar skerðingar en skólayfirvöld sem eru búin að standa í smitrakingu upp fyrir haus kunna þetta.“ Mikið af tilfellum hjá börnum á grunnskólaaldri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir áramót að upphafi skólahalds yrði frestað til að hemja útbreiðslu faraldursins en þeirri tillögu var hafnað af ríkisstjórninni. „Eins og sóttvarnalæknir hefur bent á þá hafa menn ákveðnar áhyggjur af því að smitum eigi eftir að fjölga. Við sáum það fyrir jól þegar skólahald var í gangi þá var aldurshópurinn sex til tólf ára svolítið að bera uppi bylgjuna,“ segir Jón Viðar. Sumir óttist að sú staða komi upp aftur og því sé sá möguleiki fyrir hendi að skólastarf leggist sums staðar niður ef stór hluti kennara og nemenda endar í sóttkví og einangrun. Klippa: Jón Viðar um skólahald næstu daga Reyni á hyggjuvit foreldra Foreldrar leikskólabarna hafa sumir lýst yfir áhyggjum af nýjum tilmælum almannavarna þar sem þau séu mörg reglulega með kvef og sýnataka reyni mikið á yngstu börnin. „Foreldri veit náttúrulega best hvað er að sínu barni, ef þetta er kvef sem er búið að vera lengi þá bara metur þú það, en ef það er einhver vafi þá þarf að panta PCR-próf fyrir barnið. Það er náttúrulega bæði gert fyrir foreldrið og skólaeininguna því það er betra að fara í eitt PCR-próf en að lenda í einangrun eða sóttkví,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé að foreldrar nýti sér sýnatöku ef á þarf að halda. „Því ef börn koma í leikskóla þá geta menn lent í einangrun eða lagt heila deild í sóttkví en það er bara hyggjuvit foreldranna sem við trúum á. Foreldrar, leikskólastjórnendur og aðrir hafa staðið vaktina allan þennan tíma þannig að í raun og veru er engin breyting þar á,“ segir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Tilmælin í heild sinni Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu segir stöðuna vera misjafna eftir skólum og dæmi um að mikil skerðing verði sums staðar á skólastarfi á næstunni. Misjafnt sé hvort eldri börn fái að mæta í grunnskóla en áhersla lögð á að yngri börnin fái sem eðlilegasta kennslu. „Það verða örugglega fram undan næstu vikuna einhverjar skerðingar en skólayfirvöld sem eru búin að standa í smitrakingu upp fyrir haus kunna þetta.“ Mikið af tilfellum hjá börnum á grunnskólaaldri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til fyrir áramót að upphafi skólahalds yrði frestað til að hemja útbreiðslu faraldursins en þeirri tillögu var hafnað af ríkisstjórninni. „Eins og sóttvarnalæknir hefur bent á þá hafa menn ákveðnar áhyggjur af því að smitum eigi eftir að fjölga. Við sáum það fyrir jól þegar skólahald var í gangi þá var aldurshópurinn sex til tólf ára svolítið að bera uppi bylgjuna,“ segir Jón Viðar. Sumir óttist að sú staða komi upp aftur og því sé sá möguleiki fyrir hendi að skólastarf leggist sums staðar niður ef stór hluti kennara og nemenda endar í sóttkví og einangrun. Klippa: Jón Viðar um skólahald næstu daga Reyni á hyggjuvit foreldra Foreldrar leikskólabarna hafa sumir lýst yfir áhyggjum af nýjum tilmælum almannavarna þar sem þau séu mörg reglulega með kvef og sýnataka reyni mikið á yngstu börnin. „Foreldri veit náttúrulega best hvað er að sínu barni, ef þetta er kvef sem er búið að vera lengi þá bara metur þú það, en ef það er einhver vafi þá þarf að panta PCR-próf fyrir barnið. Það er náttúrulega bæði gert fyrir foreldrið og skólaeininguna því það er betra að fara í eitt PCR-próf en að lenda í einangrun eða sóttkví,“ segir Jón Viðar. Mikilvægt sé að foreldrar nýti sér sýnatöku ef á þarf að halda. „Því ef börn koma í leikskóla þá geta menn lent í einangrun eða lagt heila deild í sóttkví en það er bara hyggjuvit foreldranna sem við trúum á. Foreldrar, leikskólastjórnendur og aðrir hafa staðið vaktina allan þennan tíma þannig að í raun og veru er engin breyting þar á,“ segir Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarna á höfuðborgarsvæðinu. Tilmælin í heild sinni Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira