„Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það“ Snorri Másson skrifar 3. janúar 2022 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara í bólusetningar og örvunarbólusetningar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekkert við ástandið í faraldrinum gefa ástæðu til að ráðast í afléttingar. Hlutfall óbólusettra á meðal alvarlega veikra er mjög hátt. 795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51
Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36