Erlent

Náttúru­verndar­sinninn Richard Lea­k­ey látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Richard Leakey vakti heimsathygli þegar hann brenndi stóran haug af fílabeinum árið 1989.
Richard Leakey vakti heimsathygli þegar hann brenndi stóran haug af fílabeinum árið 1989. AP

Keníski náttúruverndarsinninn Richard Leakey er látinn, 77 ára að aldri. Hann var heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar og baráttu gegn veiðiþjófnaði og ólöglegum viðskiptum með fílabeini.

Uhuru Kenyatta, forseti Keníu, greindi frá andlátinu í gær, en rannsóknir Leakey eru sagðar hafa átt lykilþátt í að nú sé almennt viðurkennt að Afríka sé vagga mannkyns.

Hann fór sömuleiðis um árabil fyrir baráttunni gegn veiðiþjófnaði í Afríku og vakti það heimsathygli þegar hann brenndi stóran haug af fílabeinum árið 1989.

Leakey gegndi fjölda starfa og embætta innan kenískra stjórnkerfisins og stýrði fjölda stofnana á sínum starfsferli. Þá stýrði hann sjónvarpsþáttunum The Making of Mankind á BBC árið 1981, en þættirnir vöktu mikla athygli á sínum tíma.

Hann var höfundur nokkurra bóka um uppruna mannkyns sem byggðu á fornleifarannsóknum sínum í Afríku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×