Enski boltinn

Mykolenko mættur til Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Nýjasti liðsmaður Everton.
Nýjasti liðsmaður Everton. vísir/Getty

Opnað var fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni um áramótin og Everton var ekki lengi að ganga frá fyrstu kaupunum.

Úkraínski landsliðsmaðurinn Vitaliy Mykolenko er genginn í raðir Everton frá Dynamo Kiev. Kaupverðið er óuppgefið en hann gerir fjögurra og hálfs árs samning við enska liðið.

Mykolenko er 22 ára gamall en hefur leikið 21 landsleik fyrir Úkraínu.

Hann leikur jafnan stöðu vinstri bakvarðar og þykir þetta renna stoðum undir að Lucas Digne gæti verið á förum frá Everton eftir að hafa lent upp á kant við Rafa Benitez, stjóra liðsins.

Everton situr í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×