Tuchel segir heimskulegt að halda að Chelsea geti barist um titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 09:31 Thomas Tuchel var ekki skemmt eftir jafnteflið við Brighton. getty/Robin Jones Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var í vondu skapi eftir jafnteflið við Brighton í gær og kvartaði yfir ástandinu á leikmannahópi Evrópumeistaranna og dómgæslunni í leiknum. Romelu Lukaku kom Chelsea yfir í leiknum í gær en Danny Welbeck jafnaði fyrir Brighton í uppbótartíma. Chelsea er nú átta stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leikinn var Tuchel spurður að því hvort titilvonir Chelsea væru úr sögunni. „Hvernig ættum við að vera í titilbaráttu? Við erum með sjö leikmenn með veiruna. Fimm eða sex leikmenn eru frá í sex vikur eða meira. Hvernig eigum við að berjast um titilinn. Þeir sem eru með fullmannaðan hóp og alla á æfingum hafa kraft og getu til að vinna deildina,“ sagði Tuchel. „Það væri heimskulegt af okkur að halda að við gætum gert það vegna veirunnar og meiðsla.“ Tveir leikmenn Chelsea fóru meiddir af velli í gær; Recce James og Andreas Christiansen. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir verða frá. Tuchel var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum á Amex leikvanginum í gær og taldi Chelsea svikið um vítaspyrnu og jafnvel mark. „Þetta var hundrað prósent víti með Christian Pulisic og svo 50-50 barátta hjá Mason Mount rétt fyrir jöfnunarmarkið. Af hverju þarf hann [Mike Dean] að flauta áður en boltinn fer yfir línuna? Við erum með VAR til að skoða þetta. Er hann svona viss eða vill hann halda spennunni gangandi,“ sagði Tuchel. „Og vítið, það er grín. Í alvöru, það er grín að VAR hafi ekki skoðað það.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Liverpool á nýársdag. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Romelu Lukaku kom Chelsea yfir í leiknum í gær en Danny Welbeck jafnaði fyrir Brighton í uppbótartíma. Chelsea er nú átta stigum á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Eftir leikinn var Tuchel spurður að því hvort titilvonir Chelsea væru úr sögunni. „Hvernig ættum við að vera í titilbaráttu? Við erum með sjö leikmenn með veiruna. Fimm eða sex leikmenn eru frá í sex vikur eða meira. Hvernig eigum við að berjast um titilinn. Þeir sem eru með fullmannaðan hóp og alla á æfingum hafa kraft og getu til að vinna deildina,“ sagði Tuchel. „Það væri heimskulegt af okkur að halda að við gætum gert það vegna veirunnar og meiðsla.“ Tveir leikmenn Chelsea fóru meiddir af velli í gær; Recce James og Andreas Christiansen. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir verða frá. Tuchel var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum á Amex leikvanginum í gær og taldi Chelsea svikið um vítaspyrnu og jafnvel mark. „Þetta var hundrað prósent víti með Christian Pulisic og svo 50-50 barátta hjá Mason Mount rétt fyrir jöfnunarmarkið. Af hverju þarf hann [Mike Dean] að flauta áður en boltinn fer yfir línuna? Við erum með VAR til að skoða þetta. Er hann svona viss eða vill hann halda spennunni gangandi,“ sagði Tuchel. „Og vítið, það er grín. Í alvöru, það er grín að VAR hafi ekki skoðað það.“ Næsti leikur Chelsea er gegn Liverpool á nýársdag. Þar mætast liðin í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira