Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. desember 2021 12:21 Undirbúningur fyrir bólusetningu barna á aldrinum 5 til 11 ára stendur nú yfir en börnin verða bólusett með bóluefni frá Pfizer. Vísir/Vilhelm Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid. Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn Covid-19 voru ræddar á opnun fjarfundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Þegar hefur verið ákveðið að bjóða upp á bólusetningu fyrir þennan aldurshóp. Á fundinum kom fram að drög hafi verið lögð að því hvernig staðið verði að bólusetningunni en bólusett verður í skólum. Forsjáraðilar barnanna mega vænta þess að fá strax í upphafi næsta árs skilaboð þar sem þeim verður boðið að þiggja bólusetninguna, bíða með hana eða afþakka hana. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir vel hugað að persónuverndarsjónarmiðum þegar kemur að bólusetningu barna. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetningin hafi verið undirbúin vel. Engin börn verða bólusett nema í fylgd með forsjáraðila eða öðrum sem forsjáraðili hefur fengið til að mæta með barninu „Hugmyndafræðin er sú að það eru skólahjúkrunarfræðingar í hverjum skóla þá sem að skipuleggja þá hvar besta aðstaðan er í hverjum skóla og í samráði við þá skólastjórnendur og hvernig það er útfært. Það sem að við erum kannski að vinna að núna líka er að hugsanlega verður felldur niður, allavega skertur skóladagur ef ekki felldur niður, það er það sem við erum að vinna með menntamálaráðuneytinu og sveitarstjórnum að við teljum það svona bæði út frá sóttvarnarsjónarmiði og eins svona persónuverndarsjónamiði þá væri það æskilegast ef við gætum fellt niður skóladag þennan dag. Það væri þá bara einn dagur í hverjum skóla.“ Því var velt upp á fundinum hvort að börn geti orðið fyrir aðkasti ef þau þiggja ekki bólusetningu. „Ástæðurnar fyrir því að börn fari ekki í bólusetningu eru margar það eru mjög mörg börn sem eru búin að fá Covid núna nýlega og eru þá ekki sem sagt gild í, sem sagt ekki mælt með bólusetningu, þannig ég svona hef kannski minni áhyggjur af því. Vegna þess að ég held að það verði töluverður fjöldi barna sem fari ekki í bólusetningu. Annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að það hefur fengið Covid.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Grunnskólar Tengdar fréttir Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi Bóluefni eru eitt mesta afrek mannkynssögunnar. Sjúkdómar geta hins vegar verið mishættulegir fyrir mismunandi einstaklinga, og bóluefni geta verið misgóð og misörugg. 21. desember 2021 09:31 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn Covid-19 voru ræddar á opnun fjarfundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Þegar hefur verið ákveðið að bjóða upp á bólusetningu fyrir þennan aldurshóp. Á fundinum kom fram að drög hafi verið lögð að því hvernig staðið verði að bólusetningunni en bólusett verður í skólum. Forsjáraðilar barnanna mega vænta þess að fá strax í upphafi næsta árs skilaboð þar sem þeim verður boðið að þiggja bólusetninguna, bíða með hana eða afþakka hana. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir vel hugað að persónuverndarsjónarmiðum þegar kemur að bólusetningu barna. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetningin hafi verið undirbúin vel. Engin börn verða bólusett nema í fylgd með forsjáraðila eða öðrum sem forsjáraðili hefur fengið til að mæta með barninu „Hugmyndafræðin er sú að það eru skólahjúkrunarfræðingar í hverjum skóla þá sem að skipuleggja þá hvar besta aðstaðan er í hverjum skóla og í samráði við þá skólastjórnendur og hvernig það er útfært. Það sem að við erum kannski að vinna að núna líka er að hugsanlega verður felldur niður, allavega skertur skóladagur ef ekki felldur niður, það er það sem við erum að vinna með menntamálaráðuneytinu og sveitarstjórnum að við teljum það svona bæði út frá sóttvarnarsjónarmiði og eins svona persónuverndarsjónamiði þá væri það æskilegast ef við gætum fellt niður skóladag þennan dag. Það væri þá bara einn dagur í hverjum skóla.“ Því var velt upp á fundinum hvort að börn geti orðið fyrir aðkasti ef þau þiggja ekki bólusetningu. „Ástæðurnar fyrir því að börn fari ekki í bólusetningu eru margar það eru mjög mörg börn sem eru búin að fá Covid núna nýlega og eru þá ekki sem sagt gild í, sem sagt ekki mælt með bólusetningu, þannig ég svona hef kannski minni áhyggjur af því. Vegna þess að ég held að það verði töluverður fjöldi barna sem fari ekki í bólusetningu. Annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að það hefur fengið Covid.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Grunnskólar Tengdar fréttir Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi Bóluefni eru eitt mesta afrek mannkynssögunnar. Sjúkdómar geta hins vegar verið mishættulegir fyrir mismunandi einstaklinga, og bóluefni geta verið misgóð og misörugg. 21. desember 2021 09:31 Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25 Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ekkert 5-11 ára barn hefur lagst á spítala vegna COVID-19 á Íslandi Bóluefni eru eitt mesta afrek mannkynssögunnar. Sjúkdómar geta hins vegar verið mishættulegir fyrir mismunandi einstaklinga, og bóluefni geta verið misgóð og misörugg. 21. desember 2021 09:31
Bólusetningar hafa gert mikið gagn Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. 20. desember 2021 15:25
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. 26. nóvember 2021 16:21