Bólusetningar hafa gert mikið gagn Marinó G. Njálsson skrifar 20. desember 2021 15:25 Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Samkomubann á Íslandi Marinó G. Njálsson Mest lesið Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Orðin bóluefni og bólusetning í íslensku eru líklegast komin frá því að verið var að bólusetja gegn bólusótt. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis hefur enginn sjúkdómur leikið íslensku þjóðina eins grátt og bólusóttin. Raunar svo illa, að hún gerði nánast út af við þjóðina á öldum áður. Bólusetning hófst gegn bólusótt árið 1802 og ekki bara lifði þjóðin þá tilraunastarfsemi af, heldur hefur tekist að útrýma bólusóttinni og þarf ekki lengur að bólusetja gegn henni. Í dag eru börn bólusett gegn fjölda sjúkdóma og hefur með bólusetningunni tekist að halda þessum sjúkdómum í skefjum hér á landi. Þessir sjúkdómar eru: Barnaveiki (Diphtheria), Haemofilus influenzae sjúkdómur af gerð b (Hib), Hettusótt (Parotitis epidemica, mumps), HPV (Human Papilloma Virus), Kikhósti (Pertussis), Meningókokkar C, Mislingar (Morbilli, measles), Mænusótt (Polio), Pneumókokkar, Rauðir hundar (Rubella) og Stífkrampi (Tetanus) (upplýsingar af vef Landlæknis). Vissulega skjóta þessir sjúkdómar öðru hvoru upp kollinum, en það er nánast undantekingarlaust "innflutt" smit frá löndum, þar sem bólusetningar gegn þessum sjúkdómum eru ekki eins almennar. Eitthvað er um að smit hefur þá borist inn í samfélagið og óbólusettir einstaklingar hafa smitast. Samkvæmt andstæðingum bólusetninga eru þær inngrip í líkama einstaklingsins. Ég veit samt ekki hve margir þeirra, sem hafa eignast börn, hafa hafnað því að börnin þeirra séu bólusett gegn þessum sjúkdómum. Né veit ég hve margir neita að taka lyf uppáskrifuð af læknum eða þau sem fást í lausasölu í lyfjabúðum eða láta inn í sig annað sem talið er hafa læknandi áhrif. Lyfin eru líka inngrip. Það er svo sem sama hvers maðurinn neytir eða fær í líkamann, allt eru þetta inngrip í starfsemi líkamans. Hvað fær fólk til að mótmæla bólusetningu við einum sjúkdómi umfram annan, er mér óskiljanlegt. Ég veit alveg hvernig þetta allt byrjaði. Einhver kjáni, sem titlaði sig lækni, gerði "rannsókn" á 13 börnum og komst að því, með því að falsa niðurstöður "rannsóknarinnar" að bólusetning gæti valdið einhverfu. Hann hefur síðar viðurkennt falsanirnar, en enn er stór hópur fólks sem trúir fölsununum. Það trúir, að hinar fölsuðu niðurstöður séu réttar, þó staðreyndin sé sú, að hann fann engin tengsl á milli bólusetningarinnar og einhverfu. Og það sem verra er, að sífellt fjölgar í hópi þeirra, sem halda að hinar fölsuðu niðurstöður séu vísindalegar réttar. Þetta er eins og með ákveðinn hóp fólks sem halda að Demókratar séu hópur barnaníðinga, að Georg Soros stjórni heiminum, Bill Gates vilji setja nanóróbot í hvern einasta mann og gleymum ekki þeim sem fullyrða að Jörðin sé flöt. Ég held svo sem, að ekki finnist einn einasti jarðarbúi, sem ekki trúi á einhverja samsæriskenningu, en þær eru samt misvitlausar. Jarðarbúum hefur fjölgað vegna framfara í læknavísindum. Þær framfarir hófust á tilraunastarfsemi, sem sumar fóru illa. Aðrar komu sem himnasending í formi mistaka í meðhöndlun sýna. Þau mistök eru líklega heppilegustu mistök sem mannkynið hefur gert. Niðurstaðan var penisillín og í framhaldið af því önnur sýklalyf, sem hafa gjörbreytt lífslíkum fólks. Inngrip í mannslíkamann eiga sér stað á hverjum degi út um allt til að bjarga lífi einstaklinga. Algengustu inngripin eru fæða, en með fæðunni koma alls konar aukaefni, sem lífsins ómögulegt er að komast hjá að fá með henni. Þrátt fyrir að rannsóknir virtra vísindamanna hafi sýnt fram á, að þessi efni geti verið skaðleg, þá stendur fólk ekki á torgum og mótmælir að þessi aukaefni séu höfð í fæðunni. Það sem meira er, að í mörgum tilfellum mótmælir fólk því, að geta ekki keypt fæðu með skaðlegum aukaefnum í. Það væri því forvitnilegt að vita, hve margir af þeim, sem eru mótfallnir bólusetningum, eru það vegna hinnar fölsuðu rannsóknar um tengsl bólusetninga og einhverfu? Tekið skal fram, að ég hef ekki áhuga á að vita neitt annað um skoðanir fólks og þessi færsla er EKKI um núverandi heimsfaraldur. Höfundur er þjóðfélagsrýnir.
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun