Enski boltinn

„Skil ekki hvernig De Gea varði skotið frá Al­mi­rón í lokin“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eddie Howe hefði viljað sjá sína menn halda út og næla í 3 stig.
Eddie Howe hefði viljað sjá sína menn halda út og næla í 3 stig. EPA-EFE/PETER POWELL

Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá skildi hann ekki hvernig David De Gea varði skot Miguel Almirón undir lok leiks.

Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá skildi hann ekki hvernig David De Gea varði skot Miguel Almirón undir lok leiks.

„Við vorum manni færri gegn Norwich City og þá ákváðum við að setja Joelinton á miðjuna. Hann var frábær þar, sérstaklega varnarlega. Síðan þá hefur hann verið frábær, þið sáuð það í kvöld. Hann leggur hart að sér, hleypur meira en flestir og er frábær liðsmaður. Hann á bara eftir að verða betri,“ sagði Howe um frammistöðu Joelinton í kvöld.

„Við erum óánægðir með að ná ekki að vinna, við áttum það skilið. Strákarnir voru frábærir og fylgdu leikplaninu út í gegn. Við þurfum að vera þéttir á miðjunni. Mér fannst við eiga mjög góðan leik og áttum ekki skilið að fá á okkur mark. Hvernig De Gea varði frá Almirón undir lokin skil ég ekki, ég hélt að boltinn væri á leið inn.“

De Gea átti góðan leik í kvöld.EPA-EFE/PETER POWELL

„Vonandi er þessi frammistaða það sem koma skal. Við viljum samt stjórna leikjum betur. Sem stendur verðum við að taka smáskref fram á við til að komast á þann stað sem við viljum. Með smá meiri heppni hefðum við getað unnið leikinn,“ sagði Howe í viðtali við blaðamenn eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×