Erlent

Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis

Árni Sæberg skrifar
Ísraelar hafa verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19.
Ísraelar hafa verið leiðandi í bólusetningum gegn Covid-19. EPA-EFE/ABIR SULTAN

Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu.

Reuters hefur eftir talsmanni Sheba spítalans í Ísrael að heilbrigðisráðuneyti landsins muni fá niðurstöðurnar afhentar eftir um það bil tvær vikur.

Nefnd heilbrigðisráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að í ljósi hættunnar á frekari spítalainnlögnum væri réttast að bjóða heilbrigðisstarfsmönnum, einstaklingum yfir sextugu og ónæmisbældum fjórðu sprautuna. Heilbrigðisráðherra á þó eftir að taka ákvörðun um hvort sú verði raunin.

Ísraelar hafa verið nokkurs konar brautryðjendur þegar kemur að bólusetningu gegn kórónuveirunni. Þeir voru fyrstir til að bólusetja þorra landsmanna fyrir um ári síðan og fyrstir til að hefja veitingu örvunarskammts. 

Þá tilkynnti heilbrigðisráðuneytið í dag að tími milli veitingu annars og þriðja skammt bóluefnis yrði styttur úr fimm mánuðum í þrjá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×