Baðst afsökunar á gallabuxunum: „Ég er kominn í ný föt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. desember 2021 14:26 Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins mætti í gallabuxum í þingsal á dögunum. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni en nú þingmaður Flokks fólksins, baðst í dag á þingi afsökunar á því að hafa stigið í ræðustól í gallabuxum á dögunum. Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu. Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu.
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01
Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37
Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29
„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28
Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42