Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi Boði Logason skrifar 4. júlí 2013 12:37 Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var send heim í vikunni af Alþingi, vegna þess að hún var í bláum gallabuxum. Það er bannað. Mynd/365 „Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. Á þriðjudag sendi forseti Alþingis Elínu heim til þess að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Slíkt er bannað á Alþingi og baðst Elín afsökunar á klæðaburði sínum. Í dag vakti Elín hinsvegar athygli aftur á málinu. „Ég tel mig knúna til að fræða menn örlítið um gallabuxur og verja heiður þeirra. Ég vil líka passa upp á það að við gerumst ekki forpokuð hér á Alþingi." Og þá hófst upplesturinn hjá henni: „Saga gallabuxna hefst í borginni Genova á Ítalíu á 19. öld þegar frægur baðmullarkaupmaður hóf að framleiða buxur úr þessu efni fyrir sjómenn. Þær þóttu svo góðar flíkur að buxurnar frá Genova urðu brátt vinsælar um alla Evrópu meðal sjómanna. Franskir fataframleiðendur reyndu líka að líkja eftir buxunum góðum frá Ítalíu, en það mistókst,“ sagði hún. „Það var ekki fyrr en seint á 19. öld að buxurnar bárust til Bandaríkjanna og urðu gríðarlegar vinsælar þar. Þess má geta að gallabuxur sáust fyrst í Sovíetríkjunum árið 1957 á heimsleikum æskulýðs- og námsmanna og urðu strax mjög eftirsóttar meðal almennings en ófáanlegar enda taldar merki um vestræna kapítalíska villitrú. Andófsmenn gerðu sér þess vegna far um að storka yfirvöldum með því að klæðast gallabuxum," sagði Elín. Hún vitnaði í grein sem Ragnheiður Tryggvadóttir, skrifaði um gallabuxur á Vísi í gær. „Hún segir að þrátt fyrir að öll helstu tískuhús heims hanni og framleiði gallabuxur í dag, virðast þær skörlægra settar en aðrar buxur í virðingastiganum. Þær þykja ekki nógu fínar, eru ekki spari, jafnvel órifnar og stífstraujaðar. Það sé kannski vegna þess að gallabuxur hafi lengi verið tákn verkamanna, kúreka og hafnarverkamanna.“ Að lokum vakti hún athygli á því að ákveðið misrétti væri í þessum málum á Alþingi. „Svartar, rauðar, grænar og draplitaðar gallabuxur eru leyfðar, en ekki bláar,“ sagði hún, áður en hún fór úr pontu. Hægt er að horfa á ræðu Elínar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira