Baðst afsökunar á gallabuxunum: „Ég er kominn í ný föt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. desember 2021 14:26 Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins mætti í gallabuxum í þingsal á dögunum. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni en nú þingmaður Flokks fólksins, baðst í dag á þingi afsökunar á því að hafa stigið í ræðustól í gallabuxum á dögunum. Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu. Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu.
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01
Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37
Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29
„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28
Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42