Enski boltinn

Skemmti­legur leikur á að horfa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City.
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City. Getty/Robbie Jay Barratt

„Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa þrjú stig til viðbótar fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir ótrúlegan 6-3 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta var klassískur Boxing Day-leikur. Við höldum áfram okkar vegferð. Það voru gæði leikmanna sem sköpuðu færin sem við skoruðum úr. Enginn þjálfari eða taktík getur leyst nokkurn skapaðan hlut ef gæðin eru ekki til staðar,“ sagði Spánverjinn að leik loknum.

„Þetta var skrítinn leikur. Meira að segja þegar staðan var 4-0 í fyrri hálfleik þá sköpuðu þeir nær alltaf eitthvað þegar þeir fengu boltann. Þeir sóttu á mörgum mönnum og hafa mikil gæði. Þeir eru meistarar í skyndisóknum,“ bætti hann við.

„Þeir breyttu hlutunum í síðari hálfleik. Þeir hættu að pressa hátt upp völlinn, þeir voru þéttir. Við spiluðum ekki illa í síðari hálfleik, leikurinn var bara svo hættulegur. Rúben Dias var ekki jafn árásargjarn og oft áður þar sem hann er einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. Okkur tókst sem betur fer að vinna leikinn þökk sé föstum leikatriðum,“ sagði Pep að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×