Erlent

Desmond Tutu er látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tutu var þekktur sem ötull baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku.
Tutu var þekktur sem ötull baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku. AP/Themba Hadebe

Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, að Tutu væri á meðal þeirra framúrskarandi Suður-Afríkumanna þjóðin hefði kvatt. Þá sagði hann Tutu skilja eftir sig „frelsaða Suður-Afríku.“

Tutu var einn helsti andstæðingur aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku, sem var framfylgt af stjórnvöldum á árunum 1948 til 1991, og fól í sér aðskilnað svartra og hvítra íbúa landsins. Tutu fékk Friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína árið 1984.

„Gáfaður maður með eindæmum, heiðarlegur og ósigrandi gegn öflum aðskilnaðarstefnunnar, en hann var líka mjúkur og berskjaldaður í ástríðu sinni gagnvart þeim sem þjáðst höfðu vegna kúgunar, óréttlætis og ofbeldis undir aðskilnaðarstefnunni, og þeim kúguðu og undirokuðu víða um heim,“ sagði Ramaphosa um Tutu.

Nelson Mandela, sem var forseti Suður-Afríku á árunum 1994 til 1999 og fyrsti svarti þjóðhöfðingi Suður-Afríku, heilsar hér Tutu árið 1996. Mandela lést árið 2013.AP/Guy Tillim


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.