Lið ársins til þessa: Þrír frá Man City, tveir frá Liverpool og Ramsdale í markinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 18:00 Þessir tveir eru báðir í liði ársins. EPA-EFE/ANDREW YATES Enska úrvalsdeildin hefur verið einkar fjörug það sem af er ári. Það má alltaf deila um hver hefur verið bestur eða verstur en miðillinn Goal hefur nú birt sitt „draumalið“ til þessa í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að liðið sé vægast sagt áhugavert. Það er ekki farið í nein geimvísindi þegar kemur að uppstillingu, hefðbundið 4-3-3 varð fyrir valinu. Þá má giska á að flestir sem komu að vali liðsins séu frá Englandi. Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) Aaron Ramsdale hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDY RAIN Það var ekki búist við miklu af Ramsdale þegar Arsenal festi kaup á kauða fyrir 24 milljónir punda fyrir leiktíðina. Hann hafði fallið undanfarin tvö tímabil með Bournemouth og Sheffield United eftir að hafa fengið á sig 130 mörk. Ramsdale hefur vissulega staðið sig með prýði og í raun mun betur en reiknað var með. Hann fær því sætið í liði ársins, sem stendur. Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Trent Alexander-Arnold er með sparkvissari bakvörðum heims.Getty/Nick Taylor Óumdeilanlega einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Vinstri bakvörður: João Cancelo (Manchester City) Cancelo er engum líkur.EPA-EFE/Shaun Botterill Kamljónið Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Erfitt að mótmæla þessu vali enda lykilmaður í mögnuðu liði Man City. Miðvörður: Rúben Dias (Manchester City) Portúgalinn er ávallt pollrólegur á boltann.Matt McNulty/Getty Images Gerbreytti City-liðinu er hann gekk til liðs við það á síðustu leiktíð. Var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og er í svipuðu formi í ár. Hefur ekki látið slakt gengi á EM bitna á frammistöðum sínum með City. Miðvörður: Antonio Rüdiger (Chelsea) Þjóðverjinn hefur verið hreint út sagt magnaður síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea. Verður samningslaus í sumar og stefnir allt í að hann fái risasamning, hvort sem það verður hjá Chelsea eða annarsstaðar. Miðjumenn: Declan Rice (West Ham United), Conor Gallagher (Crystal Palace) og Bernardo Silva (Manchester City) Bernardo Silva er lunkinn með knöttinn.Lynne Cameron/Manchester City Á þriggja manna miðju má finna leikmenn sem bjóða upp á allt sem þarf. Þó það sé í raun enginn djúpur miðjumaður þarna mætti halda að þessi miðja myndi pluma sig vel gegn hvaða liði sem er. Hlaupagetan er svo sannarlega til staðar ásamt stoðsendingum, mörkum og tæklingum. Rice og Gallagher eru þessir hefðbundnu teig í teig miðjumenn sem Englendingar elska. Bernardo Silva er lunknari og gæti vel spilað á vængnum ef þess þarf. Hægri vængur: Mohamed Salah (Liverpool) Egyptinn er magnaður.EPA-EFE/Lynne Cameron Auðvelt val. Mo Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti. Vinstri vængur: Raphinha (Leeds United) Raphinha hefur notið sín vel í Englandi.Stephen Pond/Getty Images Ljósið í myrkrinu í annars slöku Leeds-liði. Á meðan samherjar hans hafa átt erfitt uppdráttar hefur Raphinha minnt alla á hversu ótrúlega góður hann er. Sóknarmaður: Emmanuel Dennis (Watford) Emmanuel Dennis fagnar marki sínu gegn Manchester United.EPA-EFE/VICKIE FLORES Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu sinni á leiktíðinni. Er ein helsta ástæða þess að Watford á einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Það er ekki farið í nein geimvísindi þegar kemur að uppstillingu, hefðbundið 4-3-3 varð fyrir valinu. Þá má giska á að flestir sem komu að vali liðsins séu frá Englandi. Markvörður: Aaron Ramsdale (Arsenal) Aaron Ramsdale hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni.EPA-EFE/ANDY RAIN Það var ekki búist við miklu af Ramsdale þegar Arsenal festi kaup á kauða fyrir 24 milljónir punda fyrir leiktíðina. Hann hafði fallið undanfarin tvö tímabil með Bournemouth og Sheffield United eftir að hafa fengið á sig 130 mörk. Ramsdale hefur vissulega staðið sig með prýði og í raun mun betur en reiknað var með. Hann fær því sætið í liði ársins, sem stendur. Hægri bakvörður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Trent Alexander-Arnold er með sparkvissari bakvörðum heims.Getty/Nick Taylor Óumdeilanlega einn besti hægri bakvörður heims um þessar mundir. Vinstri bakvörður: João Cancelo (Manchester City) Cancelo er engum líkur.EPA-EFE/Shaun Botterill Kamljónið Cancelo getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður. Erfitt að mótmæla þessu vali enda lykilmaður í mögnuðu liði Man City. Miðvörður: Rúben Dias (Manchester City) Portúgalinn er ávallt pollrólegur á boltann.Matt McNulty/Getty Images Gerbreytti City-liðinu er hann gekk til liðs við það á síðustu leiktíð. Var valinn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð og er í svipuðu formi í ár. Hefur ekki látið slakt gengi á EM bitna á frammistöðum sínum með City. Miðvörður: Antonio Rüdiger (Chelsea) Þjóðverjinn hefur verið hreint út sagt magnaður síðan Thomas Tuchel tók við Chelsea. Verður samningslaus í sumar og stefnir allt í að hann fái risasamning, hvort sem það verður hjá Chelsea eða annarsstaðar. Miðjumenn: Declan Rice (West Ham United), Conor Gallagher (Crystal Palace) og Bernardo Silva (Manchester City) Bernardo Silva er lunkinn með knöttinn.Lynne Cameron/Manchester City Á þriggja manna miðju má finna leikmenn sem bjóða upp á allt sem þarf. Þó það sé í raun enginn djúpur miðjumaður þarna mætti halda að þessi miðja myndi pluma sig vel gegn hvaða liði sem er. Hlaupagetan er svo sannarlega til staðar ásamt stoðsendingum, mörkum og tæklingum. Rice og Gallagher eru þessir hefðbundnu teig í teig miðjumenn sem Englendingar elska. Bernardo Silva er lunknari og gæti vel spilað á vængnum ef þess þarf. Hægri vængur: Mohamed Salah (Liverpool) Egyptinn er magnaður.EPA-EFE/Lynne Cameron Auðvelt val. Mo Salah er einn af bestu leikmönnum í heimi, ef ekki sá besti. Vinstri vængur: Raphinha (Leeds United) Raphinha hefur notið sín vel í Englandi.Stephen Pond/Getty Images Ljósið í myrkrinu í annars slöku Leeds-liði. Á meðan samherjar hans hafa átt erfitt uppdráttar hefur Raphinha minnt alla á hversu ótrúlega góður hann er. Sóknarmaður: Emmanuel Dennis (Watford) Emmanuel Dennis fagnar marki sínu gegn Manchester United.EPA-EFE/VICKIE FLORES Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu sinni á leiktíðinni. Er ein helsta ástæða þess að Watford á einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn