Erlent

Fjöldi nýsmitaðra nær nýjum hæðum vestanhafs

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar New York-borgar í röð etir heimaprófum við Covid-19.
Íbúar New York-borgar í röð etir heimaprófum við Covid-19. AP/Craig Ruttle

Sjö daga nýgengni smita í Bandaríkjunum mælist nú 168.981 sem er meira en það var í sumar þegar faraldur delta-afbrigðis kórónuveirunnar náði hámarki. Þá fór nýgengið hæst í rúmlega 165 þúsund nýsmitaða.

Þá hefur innlögnum á sjúkrahús fjölgað verulega frá því í nóvember. Í byrjun þess mánaðar voru um 46 þúsund manns á sjúkrahúsi en nú eru þau tæplega 70 þúsund sem liggja á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt Washington Post.

Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar, sem er nú í mikilli dreifingu víða um heim smitist manna á milli töluvert auðveldar en delta-afbrigðið. Samhliða því er þó útlit fyrir að ómíkron valdi minni veikindum.

Sjá einnig: Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

Smituðum hefur einnig farið hratt fjölgandi í Suður-Kóreu. Þar var sett met í dag yfir fjölda dauðsfalla. Tilkynnt var í dag að 6.919 hefðu smitast af Covid-19 og að 1.083 væru á gjörgæslu. Það er hærra en nokkru sinni áður.

Yonhap fréttaveitan segir frá því að 109 hafi dáið og sú tala hefur heldur aldrei verið hærri. Í heildina hafa 5.015 dáið vegna faraldursins í Suður-Kóreu.

Ómíkron-afbrigðið er þó ekki orðið ráðandi í Suður-Kóreu en tilkynnt var í dag að 12 hefðu greinst smitaðir af því afbrigði og í heildina hafi 246 tilfelli greinst í landinu.


Tengdar fréttir

211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann

Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku.

Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum

Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×