Erlent

Ætla sér að loka kjarn­orku­verunum fyrir 2025

Atli Ísleifsson skrifar
Tinne Van der Straeten, orkumálaráðherra Belgíu, Alexander De Croo forsætisráðherra og Chris Peeters, forstjóri orkufyrirtækisins Elia Group.
Tinne Van der Straeten, orkumálaráðherra Belgíu, Alexander De Croo forsætisráðherra og Chris Peeters, forstjóri orkufyrirtækisins Elia Group. EPA

Ríkisstjórn Belgíu hefur ákveðið að loka kjarnorkuverum landsins fyrir árið 2025.  Stjórnin mun þó auka framlög til þróunar kjarnorkutækni.

Belgískir fjölmiðlar greina frá samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna fyrr í dag. Sjö flokkar eiga aðild að ríkisstjórninni.

Samstarfsflokkarnir hafa deilt um framtíð kjarnorkuveranna í landinu síðustu vikurnar þar sem Græningjar hafa krafist þess að lög frá 2003 um að kjarnorkuverum verði lokað séu virt. Hinn frönskumælandi Frjálslyndi flokkur hefur hins vegar talað fyrir því að kjarnorkuverin verði áfram starfrækt.

Tvö kjarnorkuver, með samtals sjö kjarnaofna, eru nú starfandi í landinu, en það er franska orkufyrirtækið Engie sem rekur þau.

Samkomulag náðist meðal ráðherra stjórnarflokkanna eftir maraþonviðræður í nótt sem felur í sér að síðasta kjarnaofninum verður lokað árið 2025. 

Belgísk stjórnvöld munu svo fjárfesta 100 milljónir evra, um fimmtán milljarða króna, í rannsóknir á kjarnorku með áherslu á minni ofna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.