Innlent

Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri.

Þorgerður Katrín sagði frá því að hún væri smituð á Facebook fyrir skömmu.

Þar segir hún að henni þyki leitt að missa af miklum annatíma í þinginu en það sé þó erfiðara að geta ekki verið með fjölskyldu hennar um jólin. Þorgerður segist hafa ætlað til Þýskalands en það verði að bíða betri tíma.

Fyrr í kvöld kom í ljóst að minnst þrír alþingismenn eru smitaðir af Covid-19 og aðrir að bíða niðurstaðna úr skimun. Meðal þeirra smituðu er Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar.


Tengdar fréttir

Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum

Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er verið að skima þingmenn og starfsmenn þingsins. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, segir að verið sé að afla upplýsinga um fjölda staðfestra smita og ná utan um hvaða áhrif smitin muni hafa á störf þingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×