Innlent

Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Verið er að bíða eftir niðurstöðum úr skimun til að sjá dreifingu kórónuveirunnar á Alþingi.
Verið er að bíða eftir niðurstöðum úr skimun til að sjá dreifingu kórónuveirunnar á Alþingi. Vísir/Vilhelm

Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er verið að skima þingmenn og starfsmenn þingsins. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, segir að verið sé að afla upplýsinga um fjölda staðfestra smita og ná utan um hvaða áhrif smitin muni hafa á störf þingsins.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir tvo þingmenn flokksins hafa greinst smitaða og aðrir starfsmenn flokksins eigi eftir að fá niðurstöður úr skimun.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir að minnst einn þingmaður úr öðrum flokki hafi einnig greinst smitaður af Covid-19. Fjórði þingmaðurinn sé með talsverð einkenni en bíði eftir niðurstöðu úr skimun.

Birgir Ármannsson, foseti Alþingis.Vísir/Vilhelm

Í samtali við fréttastofu segir Birgir að verið sé að bíða eftir niðurstöðum úr skimun til að sjá hvort kórónuveiran hafi dreifst frekar. 

Birgir sagði að þingmenn sem veikjast eða forfallast vegna sóttkvíar geti kallaði inn varamenn og reynt verði að hafa störf þingsins á þann veg að smithættu sé haldið í lágmarki en í senn tryggja minnsta röskun á Alþingi. Viðbragðsteymi hafi frá upphafi faraldursins haft það hlutverk að fylgjast með stöðunni og veita tillögur að sóttvarnarráðstöfunum.

„Það hafa áður komið upp smit meðal þingmanna og starfsmanna og það hafði ekki mikil áhrif á störf þingsins," sagði Birgir. Hann sagðist vonast til þess að svipað verði upp á teningnum að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×