Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 21:05 Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. „Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
„Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira