Um 200 þúsund gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Rai Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 11:43 Strandgæslan vinnur að því að flytja fólk á brott í borginni Cagayan de Oro í suðurhluta Filippseyja. AP/Philippine Coast Guard Ofurfellibylurinn Rai, sem heimamenn kalla Odette, skall á austurströnd Filippseyja á fimmtudag og færði með sér úrhellisrigningu sem óttast er að geti leitt til mikilla flóða. Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Ofsaveðrið efldist hratt á fimmtudagsmorgun og var fært úr fellibyl í ofurfellibyl. Þegar Rai gekk á land á eyjunni Siargao var vindhraði kominn í 72 metra á sekúndu og náði yfir 83 metra á sekúndu í hviðum. Jafnast það á við fimmta stigs fellibyl sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra. Um 198 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flutt í neyðarskýli á vegum stjórnvalda. Mikill viðbúnaður er vegna ofsaveðrisins og hófst undirbúningur fyrr í þessari viku eftir að bera fór á miklu vatnsveðri. Áin Agay-ayan í Misamis Oriental-umdæminu flæddi yfir bakka sína á þriðjudag með þeim afleiðingum að götur fylltust af brúnleitu vatni sem flæddi inn á heimili íbúa. Viðbragðsaðilar flytja íbúa í bænum Tubay í suðurhluta Filippseyja upp á hærra land.Ap/Philippine Coast Guard Jarðvegur víða óstöðugur „Við óttumst að þetta ofsaveður fari sömu leið og fellibyljirnir árið 2011 og 2013,“ segir Karen Janes Ungar, sem er í forsvari fyrir mannúðarsamtökin Catholic Relief Services Philippines. Yfir sex þúsund Filippseyingar fórust í ofurfellibylnum Yolanda sem fór yfir eyjaklasann árið 2013. Hún bætir við í samtali við CNN að viðbragðaðilar hafi þó lært mikið af þeim hamförum og að þjóðin sé nú betur í stakk búin til að takast á við komandi hættuástand. Ástæða sé til að hafa mestar áhyggjur af sjómönnum og fátækari hópum sem búa í smærri bæjum við ströndina þar sem yfirvöld eigi oft erfiðara með að ná til þeirra og áskorun geti reynst að flytja fólkið á brott. Talið er að flóð og aurskriður geti haft áhrif á þúsundir þorpa á Filippseyjum þar sem jarðvegur sé víða óstöðugur eftir mikið regnfall síðustu daga. Ekki náð að endurbyggja eftir seinustu hamfarir Mannúðarsamtök og hjálparstofnanir undirbúa sig nú undir afleiðingar fellibyljarins og hafa teymi á vegum Rauða krossins dreift sér um austurströndina. „Filippseyingar eru harðir af sér en þessi ofurfellibylur er mikið högg fyrir milljónir manna sem eru enn að jafna sig eftir ofsaveður, flóð og Covid-19 sem hefur litað síðastliðið ár,“ segir Richard Gordon, formaður Rauða krossins á Filippseyjum. Ofurfellibylurinn Rai er fimmtánda ofsaveðrið sem skellur á eyjaklasanum á þessu ári. Að sögn Rauða krossins hafa milljónir manna ekki enn náð að endurbyggja heimili sín eða koma undir sig fótunum eftir veðurhamfarir sem fóru yfir landið seint á síðasta ári.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira