„Eru ekki allir í stuði?“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 21:28 Tómas Tómasson í pontu á Alþingi í fyrsta sinn. Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“ Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Verið var að ræða fjáraukalög þegar Tómas steig í pontu og byrjaði hann ræðu sína á því að tala um Harry S. Truman, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og það að kjörorð hans hefðu verið að hann sjálfur bæri ábyrgð á því sem gert var í forsetatíð hans. „The buck stops here,“ sagði Truman iðulega. Því næst sagðist Tómas hafa lofað Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, því á sínum tíma að hann myndi ekki segja: „Eru ekki allir í stuði?“ í jómfrúarræðu sinni. „En ég segi nú samt: Eru ekki allir í stuði?“ sagði Tómas. Þá sagði Tómas frá því að hann hefði eitt sinn verið kokkur um borð í skipinu Gullfossi. Þar um borð hefðu verið þrjú farrými. Fólkið á fyrsta farrými hefði fengið flottasta matinn og fólkið á öðru farrými hefði fengið matinn sem fólkið á fyrsta farrými borðaði ekki. Þá hefði fólkið á þriðja farrými fengið matinn sem fólkið á öðru farrými borðaði ekki deginum áður. „Þannig er nú þetta þjóðfélag okkar,“ sagði Tómas. „Við sem meira höfum milli handanna fáum alltaf það besta.“ Hann sagðist þó ekki vilja líkja Íslandi við farþega skip, heldur björgunarbát. „Ef við værum í björgunarbát myndum við þá sem höfum meira sitja í skutnum og njóta góðs af og láta fólkið sem hefur lítið sem ekkert sitja fram í stefninu og súpa dauðan úr skel? Ég held ekki.“ Hann sagði að í björgunarbát myndu allir njóta sömu fríðinda. Á leið i jómfrúarræðuna i nýju boss fötunum pic.twitter.com/M5o1Df2ROO— Tómas A Tómasson (@a_tomasson) December 15, 2021 Tómas sagði einni að sífellt væri verið að röfla um peninga en suma hluti yrði bara að kaupa og borga. Hann hefði staðið í stórræðum í gegnum tíðina, með enga peninga milli handanna en samt hefði hann komið hlutunum í verk. Þó ríkissjóður yrði rekinn með halla næsta árið yrði bara að hafa það. Hann gæti ekki sætt sig við það að fátækir eins og öryrkjar gætu ekki haldið gleðileg jól. „Kommon,“ sletti Tómas. „Við getum ekki verið þekkt fyrir það.“ Þá sagðist Tómas hafa farið á þing til að láta gott af sér leiða, eins og aðrir, og sagðist ætla að gera sitt besta. Hann sagðist vonast til þess að aðrir þingmenn myndu hjálpa honum. „Svo tökum við saman höndum og höfum bara gaman af þessu.“
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44 Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13. desember 2021 23:44
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58
Vongóð um samtal við stjórnvöld um eingreiðslu í desember „Það skiptir gríðarlega miklu fyrir fólk að fá þessa eingreiðslu sem hefur komið frá ríkinu undanfarin tvö jól. Þörfin hefur ekki minnkað,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. 9. desember 2021 12:29