Innlent

Færri hafa sótt um að­stoð fyrir jólin hjá Mæðra­styrks­nefnd

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Anna H. Pétursdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.
Anna H. Pétursdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Stöð 2

Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina.

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur um áratugaskeið staðið fyrir matar- og gjafaúthlutun fyrir jólin fyrir þá sem á þurfa að halda.

„Staðan er bara þannig að við erum að klára að taka á móti umsóknum og það er fækkun frá því í fyrra sem er mjög ánægjulegt,“ segir Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

„Fimmtán hundruð og sextíu heimili sem við aðstoðuðum í fyrra. Við eigum von á að það verði ellefu hundruð heimili í ár sem er mjög ánægjulegt þegar það er svona fækkun. Það þýðir að það gengur eitthvað betur. Ekki eins margir atvinnulausir,“ segir Anna

Hún segir hópinn fjölbreyttan sem sæki um aðstoð. „Það er mikið af öryrkjum og svo er þetta bara allavegana fólk svo auðvitað hjálpum við öllum fíklum sem leita til okkar. Það er svona eitthvað sem við höfum alltaf gert.“

Hún segir kostnað við úthlutunina vera í kringum þrjátíu milljónir en margir séu tilbúnir að styrkja nefndina.

„Við fáum góða aðstoð frá ýmsum einstaklingum, fyrirtækjum og það bara æðislegt hvað fólkið er jákvætt og margir góðir.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×