Þungir dómar vegna eldsvoða sem varð 242 að bana Árni Sæberg skrifar 11. desember 2021 08:32 242 léstust í eldsvoða á skemmtistaðnum Kiss Neco Varella/EPA Fjórir hafa verið dæmdir í fangelsi í Brasilíu vegna eldsvoða á skemmtistað sem varð 242 að bana árið 2013. Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013. Brasilía Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Eldur kom upp á skemmtistaðnum Kiss í Santa Maria í Brasilíu árið 2013 eftir að meðlimir hljómsveitar, sem þar tróð upp, kveiktu á blysum á sviði. Frá blysunum barst eldur í loftklæðningu skemmtistaðarins sem var fljótt alelda, þá risu eiturgufur upp þegar klæðningin brann. Mikill troðningur var á staðnum og fór svo að 242 gestir og starfsmenn létu lífið, flestir vegna innöndunar reyks. Tveir meðlimir hljómsveitarinnar, Marcelo de Jesus dos Santos og Luciano Bonilha Leão, hafa nú verið dæmdir til átján ára fangelsisvistar vegna hluta þeirra í málinu. Breska ríkisútvarpið greinir frá. „Því fleiri inni, því betra“ Tveir eigendur skemmtistaðarins, Elissandro Spohr og Mauro Hoffmann, hlutu þyngri dóma. 22 og nítján ára fangelsi hvor um sig. Rannsókn lögreglu á sínum tíma leiddi í ljós að engin slökkvitæki var að finna á Kiss og neyðarútgangar voru einungis tveir. Þá sagði Kátia Giane Pacheco Siqueira, starfsmaður Kiss sem lifði eldsvoðann af, að stefna skemmtistaðarins hafi verið „Því fleiri inni, því betra.“ Hún hlaut alvarleg brunasár á tæplega helming líkama síns. Fjórmenningunum hefur verið sleppt úr haldi þar sem þeir hafa allir áfrýjað málinu. Eldsvoðar á skemmtistöðum algengir Svo virðist vera sem algengara sé að mannskæðir eldsvoðar verði á skemmtistöðum en annars staðar. Í kjölfar eldsvoðans sem hér um ræðir tók AP fréttastofan saman lista yfir mannskæðustu skemmtistaðaeldsvoða sögunnar. Því miður er ljóst að nokkuð hefur bæst við þennan lista frá árinu 2013.
Brasilía Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“