Erlent

Skólum lokað frá 15. desember og Danir hvattir til að vinna heima

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsætisráðherrann hefur biðlað til fyrirtækja að hætta við allar samkomur í desember.
Forsætisráðherrann hefur biðlað til fyrirtækja að hætta við allar samkomur í desember. epa/Ólafur Steinar Gestsson

Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana kynnti í gærkvöldi nýjar samkomutakarkanir í Danmörku til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Barnaskólum verður lokað þann 15. desember og kennsla verður í gegnum netið fram að jólafríi.

Gert er ráð fyrir að kennsla geti síðan hafist aftur þann 5. janúar. 

Næturklúbbum verður lokað og annarskonar veitingastöðum og börum verður lokað frá miðnætti fram til klukkan 5 að morgni. Þá eru grímur teknar upp aftur á slíkum stöðum þegar fólk stendur upp frá borði sínu. 

Frá og með morgundeginum verður einnig sett bann á tónleikahald þar sem fleiri en 50 koma saman en það á þó aðeins við á stöðum þar sem fólk stendur. Áfram verður opið fyrir tónleika og sýningar þar sem fólk situr. 

Sérstakur kórónuveirupassi verður áfram notaður í landinu sem sýnir hvort fólk hafi fengið bólusetningu. Gildistími hans hefur þó verið styttur og nú mega ekki vera liðnir meira en sjö mánuðir frá síðustu bólusetningu til að passinn haldi gildi sínu. 

Áður var miðað við ár. 

Um leið og Mette Frederiksen kynnti nýju reglurnar biðlaði hún eindregið til fyrirtækja að aflýsa jólaboðum og öðrum samkomum yfir hátíðarnar. Og að síðustu eru allir Danir sem geta það á annað borð eindregið hvattir til að vinna heiman frá sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.