Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2021 13:27 Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður bráðabirgðastjórnar KSÍ í byrjun október og hyggst sækjast eftir endurkjöri á ársþingi í febrúar. Áður en að því kemur þarf hún að finna arftaka Eiðs Smára Guðjohnsen í starf aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og Getty „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður hætti formlega sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta 1. desember. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu um þá ákvörðun skömmu fyrir miðnætti 23. nóvember, en daginn eftir svöruðu hvorki Vanda né aðrir stjórnarmenn KSÍ spurningum fjölmiðla um aðdraganda og ástæður ákvörðunarinnar. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, svaraði þó fyrirspurnum þegar aðeins var liðið á daginn en Vanda sagðist í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun einfaldlega ekki hafa treyst sér til að svara. Hún sagði það ekki hafa verið samkvæmt tillögu almannatengla að hún svaraði engu um málið. Ákvörðunin um brotthvarf Eiðs var tekin eftir ferð íslenska landsliðsins til Búkarest og Skopje þar sem áfengi var haft við hönd eftir leik við Norður-Makeóníu í Skopje, sem var síðasti leikur Íslands í undankeppni HM. Eiður hafði áður fengið áminningu vegna áfengisneyslu sinnar. „Ég var alveg buguð eftir þetta. Mér fannst þetta hrikalega leiðinlegt,“ sagði Vanda í Morgunútvarpinu, aðspurð hvers vegna hún hefði ekki svarað fjölmiðlum. „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu, yfir að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu sem við komumst að. Ég hefði bara farið að gráta. Ég bað um að Ómar Smárason færi í viðtöl fyrir mig, svo ég segi nú nákvæmlega eins og þetta var. Ég þurfti aðeins að ná mér,“ sagði Vanda og endurtók að hún hefði ekki fengið neinar leiðbeiningar um að tjá sig ekki um málið: „Mér leið bara þannig. Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta. Það var ekkert að segja. Ætlarðu að tjá þig um mál einstaklinga? Nei, ég get ekki gert það. Yfirlýsingin og þau svör sem Ómar Smárason var búinn að gefa sögðu allt sem segja þurfti. Það var því ákvörðunin sem við tókum daginn eftir, halda okkur við það sem var búið að koma fram og gefa út yfirlýsingu, af því að við höfðum hvort sem er sagt allt sem þurfti að segja. Það var engu við það að bæta Ég var með það alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að tjá mig um mál einstaklinga,“ sagði Vanda. KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. 2. desember 2021 12:30 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. 25. nóvember 2021 07:01 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Eiður hætti formlega sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta 1. desember. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu um þá ákvörðun skömmu fyrir miðnætti 23. nóvember, en daginn eftir svöruðu hvorki Vanda né aðrir stjórnarmenn KSÍ spurningum fjölmiðla um aðdraganda og ástæður ákvörðunarinnar. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, svaraði þó fyrirspurnum þegar aðeins var liðið á daginn en Vanda sagðist í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun einfaldlega ekki hafa treyst sér til að svara. Hún sagði það ekki hafa verið samkvæmt tillögu almannatengla að hún svaraði engu um málið. Ákvörðunin um brotthvarf Eiðs var tekin eftir ferð íslenska landsliðsins til Búkarest og Skopje þar sem áfengi var haft við hönd eftir leik við Norður-Makeóníu í Skopje, sem var síðasti leikur Íslands í undankeppni HM. Eiður hafði áður fengið áminningu vegna áfengisneyslu sinnar. „Ég var alveg buguð eftir þetta. Mér fannst þetta hrikalega leiðinlegt,“ sagði Vanda í Morgunútvarpinu, aðspurð hvers vegna hún hefði ekki svarað fjölmiðlum. „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu, yfir að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu sem við komumst að. Ég hefði bara farið að gráta. Ég bað um að Ómar Smárason færi í viðtöl fyrir mig, svo ég segi nú nákvæmlega eins og þetta var. Ég þurfti aðeins að ná mér,“ sagði Vanda og endurtók að hún hefði ekki fengið neinar leiðbeiningar um að tjá sig ekki um málið: „Mér leið bara þannig. Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta. Það var ekkert að segja. Ætlarðu að tjá þig um mál einstaklinga? Nei, ég get ekki gert það. Yfirlýsingin og þau svör sem Ómar Smárason var búinn að gefa sögðu allt sem segja þurfti. Það var því ákvörðunin sem við tókum daginn eftir, halda okkur við það sem var búið að koma fram og gefa út yfirlýsingu, af því að við höfðum hvort sem er sagt allt sem þurfti að segja. Það var engu við það að bæta Ég var með það alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að tjá mig um mál einstaklinga,“ sagði Vanda.
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. 2. desember 2021 12:30 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. 25. nóvember 2021 07:01 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. 2. desember 2021 12:30
„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31
Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. 25. nóvember 2021 07:01
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30
Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42