Aðdragandinn að starfslokum Eiðs Smára Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 10:59 Eiður Smári Guðjohnsen var aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í tæpt ár. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, hringdi í alla meðlimi stjórnar sambandsins og ræddi við þá um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen í aðdraganda þess að stjórnin tók þá ákvörðun að hann léti af störfum. KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni. KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
KSÍ tilkynnti um það fyrir viku að Eiður léti af störfum sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla frá og með deginum í dag. Í tilkynningu var það sagt samkomulag stjórnar KSÍ og Eiðs að hann léti af störfum en af nýbirtri fundargerð að dæma var frumkvæðið stjórnarinnar. Samkvæmt frétt DV tengdist ákvörðun stjórnarinnar áfengisneyslu í gleðskap eftir síðasta leik Íslands í undankeppni HM, í Skopje í Norður-Makedóníu um miðjan nóvember. Fundargerð rennir vissum stoðum undir það. Vanda var með í ferðinni til Skopje, sem hófst reyndar á leik við Rúmeníu í Búkarest, og greindi frá því sem á gekk í ferðinni á stjórnarfundi þriðjudaginn 23. nóvember. Hún hafði áður hringt í alla stjórnarmenn. Stjórnin ræddi um stöðu Eiðs og atvik honum tengdum sem komið höfðu til kasta sambandsins, og ákvað svo að nýta endurskoðunarákvæði í samningnum við Eið. Í fundargerð er bent á að hann hafði hlotið áminningu frá stjórninni í sumar. Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“ Leit stendur nú yfir að arftaka Eiðs Smára í stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara. Í yfirlýsingu sem Vanda sendi frá sér í síðustu viku, þar sem fram kom að af „sjálfsagðri virðingu við einkalíf Eiðs Smára“ myndi hún ekki tjá sig í smáatriðum um tildrög starfsloka hans, sagði að Arnar Þór Viðarsson aðalþjálfari myndi að sjálfsögðu ráða ferðinni við val á aðstoðarmanni.
Úr fundargerð eftir stjórnarfund KSÍ 23. nóvember: „Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ opnaði umræðu um landsliðsmál. Rætt var um ferð A landsliðs karla til Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Áður hafði formaður hringt í alla stjórnarmeðlimi og greint þeim frá þeim málum sem til umræðu komu. Þar var rætt um starf og stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara A-liðs karla í kjölfar atvika sem hafa komið til kasta sambandsins. Fyrir liggur áminning í starfi til umrædds starfsmanns frá því sl. sumar. Niðurstaða málsins varð sú að stjórn KSÍ og Eiður Smári Guðjohnsen komust að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A landsliðs karla. Samkomulagið snýr að því að virkjað verður endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi sem gerður var milli hans og KSÍ og mun hann láta af störfum 1. desember næstkomandi. Stjórn KSÍ þakkar Eiði Smára fyrir hans störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.“
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45 Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
Ákvörðunin um Eið á sér langan aðdraganda | Stjórnin ræðir áfengismálin Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, rauf þögnina í dag er hún sendi frá sér yfirlýsingu varðandi málefni Eiðs Smára Guðjohnsen sem er að hætta sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. 25. nóvember 2021 14:45
Twitter um Eið og KSÍ: „Tuttugu árum síðar erum við enn í brasi með búsið“ Brottrekstur Eiðs Smára Guðjohnsen og vinnubrögð KSÍ hafa verið mikið til umræðu á Twitter í dag. 24. nóvember 2021 13:30
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30