Vanda treysti sér ekki til að ræða brotthvarf Eiðs: „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2021 13:27 Vanda Sigurgeirsdóttir tók við sem formaður bráðabirgðastjórnar KSÍ í byrjun október og hyggst sækjast eftir endurkjöri á ársþingi í febrúar. Áður en að því kemur þarf hún að finna arftaka Eiðs Smára Guðjohnsen í starf aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla. VÍSIR/HULDA MARGRÉT og Getty „Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um ástæður þess að hún svaraði ekki spurningum fjölmiðla um brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður hætti formlega sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta 1. desember. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu um þá ákvörðun skömmu fyrir miðnætti 23. nóvember, en daginn eftir svöruðu hvorki Vanda né aðrir stjórnarmenn KSÍ spurningum fjölmiðla um aðdraganda og ástæður ákvörðunarinnar. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, svaraði þó fyrirspurnum þegar aðeins var liðið á daginn en Vanda sagðist í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun einfaldlega ekki hafa treyst sér til að svara. Hún sagði það ekki hafa verið samkvæmt tillögu almannatengla að hún svaraði engu um málið. Ákvörðunin um brotthvarf Eiðs var tekin eftir ferð íslenska landsliðsins til Búkarest og Skopje þar sem áfengi var haft við hönd eftir leik við Norður-Makeóníu í Skopje, sem var síðasti leikur Íslands í undankeppni HM. Eiður hafði áður fengið áminningu vegna áfengisneyslu sinnar. „Ég var alveg buguð eftir þetta. Mér fannst þetta hrikalega leiðinlegt,“ sagði Vanda í Morgunútvarpinu, aðspurð hvers vegna hún hefði ekki svarað fjölmiðlum. „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu, yfir að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu sem við komumst að. Ég hefði bara farið að gráta. Ég bað um að Ómar Smárason færi í viðtöl fyrir mig, svo ég segi nú nákvæmlega eins og þetta var. Ég þurfti aðeins að ná mér,“ sagði Vanda og endurtók að hún hefði ekki fengið neinar leiðbeiningar um að tjá sig ekki um málið: „Mér leið bara þannig. Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta. Það var ekkert að segja. Ætlarðu að tjá þig um mál einstaklinga? Nei, ég get ekki gert það. Yfirlýsingin og þau svör sem Ómar Smárason var búinn að gefa sögðu allt sem segja þurfti. Það var því ákvörðunin sem við tókum daginn eftir, halda okkur við það sem var búið að koma fram og gefa út yfirlýsingu, af því að við höfðum hvort sem er sagt allt sem þurfti að segja. Það var engu við það að bæta Ég var með það alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að tjá mig um mál einstaklinga,“ sagði Vanda. KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. 2. desember 2021 12:30 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. 25. nóvember 2021 07:01 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Sjá meira
Eiður hætti formlega sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta 1. desember. KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu um þá ákvörðun skömmu fyrir miðnætti 23. nóvember, en daginn eftir svöruðu hvorki Vanda né aðrir stjórnarmenn KSÍ spurningum fjölmiðla um aðdraganda og ástæður ákvörðunarinnar. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, svaraði þó fyrirspurnum þegar aðeins var liðið á daginn en Vanda sagðist í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun einfaldlega ekki hafa treyst sér til að svara. Hún sagði það ekki hafa verið samkvæmt tillögu almannatengla að hún svaraði engu um málið. Ákvörðunin um brotthvarf Eiðs var tekin eftir ferð íslenska landsliðsins til Búkarest og Skopje þar sem áfengi var haft við hönd eftir leik við Norður-Makeóníu í Skopje, sem var síðasti leikur Íslands í undankeppni HM. Eiður hafði áður fengið áminningu vegna áfengisneyslu sinnar. „Ég var alveg buguð eftir þetta. Mér fannst þetta hrikalega leiðinlegt,“ sagði Vanda í Morgunútvarpinu, aðspurð hvers vegna hún hefði ekki svarað fjölmiðlum. „Ég var sorgmædd í hjartanu mínu, yfir að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu sem við komumst að. Ég hefði bara farið að gráta. Ég bað um að Ómar Smárason færi í viðtöl fyrir mig, svo ég segi nú nákvæmlega eins og þetta var. Ég þurfti aðeins að ná mér,“ sagði Vanda og endurtók að hún hefði ekki fengið neinar leiðbeiningar um að tjá sig ekki um málið: „Mér leið bara þannig. Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið bara ömurlega. Ég treysti mér bara ekki í þetta. Það var ekkert að segja. Ætlarðu að tjá þig um mál einstaklinga? Nei, ég get ekki gert það. Yfirlýsingin og þau svör sem Ómar Smárason var búinn að gefa sögðu allt sem segja þurfti. Það var því ákvörðunin sem við tókum daginn eftir, halda okkur við það sem var búið að koma fram og gefa út yfirlýsingu, af því að við höfðum hvort sem er sagt allt sem þurfti að segja. Það var engu við það að bæta Ég var með það alveg á hreinu að ég ætlaði ekki að tjá mig um mál einstaklinga,“ sagði Vanda.
KSÍ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. 2. desember 2021 12:30 „Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31 Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. 25. nóvember 2021 07:01 KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23 Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30 Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Sjá meira
Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt. 2. desember 2021 12:30
„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. 1. desember 2021 14:31
Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót. 25. nóvember 2021 07:01
KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. 24. nóvember 2021 11:23
Í annað sinn á innan við ári sem landsliðsþjálfari hættir vegna áfengisneyslu Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Hann er annar þjálfari A-landsliðs í fótbolta sem fær að taka pokann sinn á einu ári vegna áfengisneyslu í landsliðsferð. 24. nóvember 2021 10:30
Eiður Smári lætur af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins Eiður Smári Guðjohnsen og stjórn KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. 23. nóvember 2021 23:42