„Þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2021 14:31 Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen þjálfuðu saman U21-landslið Íslands með frábærum árangri og tóku svo við A-landsliðinu fyrir tæpu ári sem óhætt er að segja að hafi verið stormasamt. vísir/Jónína Arnar Þór Viðarsson segir það hafa verið nauðsynlega ákvörðun að Eiður Smári Guðjohnsen, vinur hans og aðstoðarmaður, stigi frá borði sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. „Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“ HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
„Þetta var erfið ákvörðun að taka, bæði faglega og persónulega. Við Eiður höfum þekkst lengi, spiluðum saman í landsliðinu og unnum svo saman sem þjálfarar, og svo erum við góðir og miklir vinir. Ég vil honum því allt hið besta,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Arnar vill ekki fara út í aðdragandann að því að Eiður var látinn fara. Ljóst er þó að Eiður hafði hlotið áminningu frá KSÍ í sumar eftir að myndband af honum, drukknum í miðborg Reykjavíkur, fór í dreifingu. Kvaðst hann þá í yfirlýsingu ætla að taka á sínum málum. Sammála því að ákvörðunin var nauðsynleg Eftir ferð Íslands til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í nóvember, þar sem áfengi var haft við hönd að síðasta leik loknum í undankeppni HM, ákvað stjórn KSÍ að nýta endurskoðunarákvæði í samningi við Eið sem hætti frá og með deginum í dag. „Auðvitað var ég partur af þessari ákvörðun, sem var sameiginleg hjá KSÍ og Eiði. Ég er sammála því að hún var nauðsynleg, án þess að ég vilji fara nánar út í það. Ég vona að tíminn leiði í ljós að þetta hafi verið rétt ákvörðun – fyrir landsliðið, sem er mikilvægast, fyrir Eið Smára sjálfan og fyrir mig,“ segir Arnar í samtali við Vísi. Eins og fyrr segir hafa Arnar og Eiður lengi verið félagar. Þeir léku saman í landsliðinu um árabil og tóku svo saman við U21-landsliði karla fyrir þremur árum, áður en þeir tóku við A-landsliðinu fyrir tæpu ári síðan. Arftaki fundinn í þessum mánuði Eiður hefur þannig verið aðstoðarmaður Arnars stærstan hluta hans þjálfaraferils en nú þarf Arnar að spjara sig án Eiðs, með alla hans reynslu sem sennilega farsælasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. „Það verður skrýtið, það er alveg ljóst. Þetta er þungbær ákvörðun þegar maður er að vinna með vini sínum. Þá vill maður honum allt hið besta. En í fótboltanum þarf að vera hægt að aðskilja hið persónulega og vinnuna,“ segir Arnar sem nú er að hefja leit að arftaka Eiðs, sem hann vonast til að verði ráðinn fyrir árslok: „Það eru ákveðin box sem þarf að tikka í. Það sem Eiður hefur til að mynda og er frábær í er hvað hann er með ótrúlega sýn á fótbolta. Við höfum líka spilað saman, þekkt hvorn annan mjög lengi, og treystum hvor öðrum 100 prósent.“
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn