Erlent

Græn­lendingar herða að­gerðir

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Ilulissat á vesturströnd Grænlands.
Frá Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Getty

Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag.

Í frétt Sermitsiaq.AG segir að takmarkanirnar höfðu þegar tekið gildi í höfuðborginni Nuuk en ná nú til landsins alls. Þess verður nú krafist að menn sýni fram á bólusetningarvottorð eða neikvætt sýni til að fá aðgang að opinberum stöðum líkt og veitingastaði, kvikmyndahús eða hárgreiðslustofum.

Sömuleiðis er grímuskyldu komið á í öllum bæjum og byggðum þar sem upp hefur komið kórónuveirusmit síðustu fjórtán daga og þar sem uppruni smits er óþekktur.

Þá hefur verið hert á reglum um ferðir innanlands og þurfa ferðalangar nú að sýna fram á bólusetningu eða neikvætt sýni til að komast á milli staða.

Sé fólk ekki bólusett skal það sæta sóttkví í tvær vikur eftir komu eða þá þar til að maður hafi sýnt fram á neikvætt PCR-próf.

321 eru nú í einangrun á Grænlandi vegna Covid-19 og tveir á sjúkrahúsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×