Boðar viðskiptaþvinganaflóð ráðist Rússland inn í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2021 14:33 Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti funda í vikunni um stöðu mála í Úkraínu. Getty/Peter Klaunzer Ríkisstjórn Bandaríkjanna er tilbúin með áætlanir um viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi ráðist Rússar inn í nágrannaríkið Úkraínu. Bandaríkjaforseti og Rússlandsforseti munu funda á þriðjudag um stöðuna á svæðinu. Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs. Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Spennan hefur magnast gríðarlega á landamærum Rússlands og Úkraínu að undanförnu en rússneskar hersveitir hafa safnast þar saman og verið við æfingar. Bandaríkjaher hefur verið með talsvera viðveru þar vegna stöðunnar. Hvorki Bandaríkin né önnur vesturveldi, sem styðja Úkraínu, hafa minnst á að grípa til hernaðaraðgerða ráðist Rússar inn í Úkraínu. Svo virðist vera, af málflutningi Bidens, að sjónum verði frekar beint að viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, lofaði til dæmis í vikkunni að Rússar fengju að kenna á því fjárhagslega fær þeir yfir landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkin væru búin að þróa ítarlegustu viðskiptaþvinganir, sem myndu gera Vladimír Pútín Rússlandsforseta erfitt fyrir. Þegar eru í gildi viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi en þær beinast flestar gegn samtökum og einstaklingum. Flestar tengjast þessar þvinganir innrás og yfirtöku Rússa á Krímskaga, sem þeir hertóku árið 2014. Þvinganirnar felast til dæmis í frystum bankareikningum, banni við að eiga í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og bann við að fara til Bandaríkjanna. Á þeim tíma sem er liðinn hafa vesturveldin greinilega íhugað hvað sé hægt að gera meira. Meðal hörðustu valmöguleikanna er að banna Rússland frá SWIFT, belgískt fjármálakerfi sem er notað til að senda peninga milli banka og ríkja út um allan heim. Evrópuþingið samþykkti í sumar að beita þessum aðgerðum ráðist Rússland inn í Úkraínu. Bandaríkin hafa beitt þessari þvingun gegn Íran, vegna kjarnorkustarfsemi þess. Eftir að bankar Írans voru aftengdir SWIFT missti ríkið nærri helminginn af tekjum af hráolíusölu og meira en þriðjung fjármagnsins í ríkissjóði. Áhrifin á efnahag Rússlands gætu því orðið gríðarleg ef gripið verður til þessa ráðs.
Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46 Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59 Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi. 1. desember 2021 21:46
Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. 24. nóvember 2021 11:59
Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. 22. september 2021 11:21